Leita í fréttum mbl.is

Enn fjölgar opinberum störfum

Frá hinu svonefnda hruni haustið 2008 hefur störfum á almennum vinnumarkaði fækkað um 11.000, en á sama tíma hefur störfum í þágu hins opinbera fjölgað um rúm 16.000. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Birgi Ármannssyni alþingismanni.

Þetta þýðir að 11.000 færri starfsmenn þurfa að standa undir aukinni skattheimtu til að greiða fyrir útþenslu ríkisbáknsins sem lýsir sér m.a. í því að opinberum störfum hefur fjölgað jafn gríðarlega eins og fram kom í svari fjármálaráðherra.

Svar fjármálaráðherra er alvarlegur áfellisdómur yfir honum og ríkisstjórninni. Ef til vill áttar fólk sig ekki á því hvað það er alvarlegt að auka ríkisumsvifin á þeim tímum sem öllum á að vera ljóst að það þarf að skera niður.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er liprasti stjórnmálamaður landsins í munninum en að sama skapi vanhæfur til annarra verka. Þannig hefur hann þrástagast á því að standa blóðugur upp að öxlum við niðurskurð ríkisútgjalda á sama tíma og hann er að auka þau.

Göran Person forsætisráðherra Svíþjóðar gaf íslendingum það ráð að taka á vandanum strax vegna þess að þeim mun lengur sem það drægist þá yrði það þeim mun verra.  Ríkisstjórnin tekur ekki á neinum hlut og í eitt og hálft ár hefur ástandið ekki gert neitt annað en versna. Ljóst er af tölum um fjölgun opinberra starfa að ríkisstjórnin telur sig enn standa við veisluborð á kostnað vinnandi fólks í landinu.


Bloggfærslur 10. júní 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 59
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 3169
  • Frá upphafi: 2562124

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 2937
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband