Leita í fréttum mbl.is

Enn fjölgar opinberum störfum

Frá hinu svonefnda hruni haustið 2008 hefur störfum á almennum vinnumarkaði fækkað um 11.000, en á sama tíma hefur störfum í þágu hins opinbera fjölgað um rúm 16.000. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Birgi Ármannssyni alþingismanni.

Þetta þýðir að 11.000 færri starfsmenn þurfa að standa undir aukinni skattheimtu til að greiða fyrir útþenslu ríkisbáknsins sem lýsir sér m.a. í því að opinberum störfum hefur fjölgað jafn gríðarlega eins og fram kom í svari fjármálaráðherra.

Svar fjármálaráðherra er alvarlegur áfellisdómur yfir honum og ríkisstjórninni. Ef til vill áttar fólk sig ekki á því hvað það er alvarlegt að auka ríkisumsvifin á þeim tímum sem öllum á að vera ljóst að það þarf að skera niður.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er liprasti stjórnmálamaður landsins í munninum en að sama skapi vanhæfur til annarra verka. Þannig hefur hann þrástagast á því að standa blóðugur upp að öxlum við niðurskurð ríkisútgjalda á sama tíma og hann er að auka þau.

Göran Person forsætisráðherra Svíþjóðar gaf íslendingum það ráð að taka á vandanum strax vegna þess að þeim mun lengur sem það drægist þá yrði það þeim mun verra.  Ríkisstjórnin tekur ekki á neinum hlut og í eitt og hálft ár hefur ástandið ekki gert neitt annað en versna. Ljóst er af tölum um fjölgun opinberra starfa að ríkisstjórnin telur sig enn standa við veisluborð á kostnað vinnandi fólks í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Skrýllinn borgar!

Kjartan Sigurgeirsson, 10.6.2010 kl. 14:17

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta eru svo svakalegar tölur að ég er ennþá að reyna að trúa þessu. Hissa á því að þetta fái ekki meiri umfjöllun en raun ber vitni. Í venjulegu árferði væri þessi þróun afar slæm.

Í neyðarástandinu sem ríkir hér á landi í kjölfar bankahrunsins þá er þetta fáránleikanum líkast.

Er enginn að stjórna landinu og fylgjast með svona hlutum?

Sumarliði Einar Daðason, 10.6.2010 kl. 14:28

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ekki einu sinni mér óraði fyrir þessum fjölda. Það eru alltaf einhverjir sem bætast við þegar nýtt lið tekur við, en andskotinn!! þetta er fáránleikanum líkast eins og Sumarliði Einar sagði. Hvað um að ráða þessa 11,000 sem eru án atvinnu, í ríkisstörf?

Eyjólfur Jónsson, 10.6.2010 kl. 18:01

4 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Félagi Jóhanna og félagi Steingrímur hafa bara ekki hundsvit hvað á að gera..það bara verður að skera niður í "kerfinu"

Ægir Óskar Hallgrímsson, 10.6.2010 kl. 22:13

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Sumarliði. Mér finnst skrýtið að þetta skuli ekki vera forsíðuefni í blöðum og aðalfrétt í ljósvakamiðlum.  Þetta er algjör fáránleiki eins og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms.

Jón Magnússon, 11.6.2010 kl. 08:49

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ælti það sé ekki næsta bjargráðið Eyjólfur að ráða alla sem eru atvinnulausir til ríkisins. Þá nálgumst við vinnubrögð ríkja sem hrundu árið 1989 vegna þess að þau gátu ekki lengur brauðfætt sig.

Jón Magnússon, 11.6.2010 kl. 08:50

7 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður Ægir þá held ég að þetta sé rétt.

Jón Magnússon, 11.6.2010 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 237
  • Sl. sólarhring: 995
  • Sl. viku: 4027
  • Frá upphafi: 2295762

Annað

  • Innlit í dag: 227
  • Innlit sl. viku: 3693
  • Gestir í dag: 224
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband