Leita í fréttum mbl.is

Verðtrygging er verri en gengislán

Hvernig sem það er reiknað þá eru verðtryggð lán til langs tíma verri lán en gengislán þó að gengishrun verði.  Sé miðað við lánstíma til 20 ára eða lengri þá kemur verðtryggða lánið  verst út.

Enginn gjaldmiðill í öllum heiminum stenst sterkasta gjaldmiðli heimsins snúning. Sá gjaldmiðill er verðtryggða íslenska krónan. Þessi gervimynt, útreikningsmynt hagfræðinga sem kyndir undir verðbólgubál og stuðlar að óábyrgri lánastarsemi.

Það er einstakt að fulltrúar verkalýðsins skuli harðast verja verðtrygginguna eins og forseti ASÍ og aðrir lífeyrisfurstar. Þá er það einstök upplifun að sjá gamla komma eins og Mörð Árnason og Kristinn H. Gunnarsson sameinast í kröfunni um, að þeir sem hafa verið skornir niður úr skuldasnörunni með dómi Hæstaréttar verði hengdir upp á aðra verri þ.e. verðtryggingarsnöruna.

Verðtryggingin kann að vera lögleg en hún er algerlega siðlaus. Þegar ég settist á þing lét ég verða eitt mitt fyrsta verk að setja fram kröfu um að fólkið í landinu byggi við sambærileg lánakjör og fólk á hinum Norðurlöndunum. Athyglivert að aðilar vinnumarkaðarins, lífeyrissjóðirnir og bankarnir skyldu vera á móti því.  Af hverju skyldi það vera?

Er hægt að halda uppi þjóðfélagi sem er á algjörum sérleiðum í lánamálum og gjaldmiðilsmálum?

Ég  held ekki.


Bloggfærslur 22. júní 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 56
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 3166
  • Frá upphafi: 2562121

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 2934
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband