Leita í fréttum mbl.is

Gylfi Magnússon verður að víkja

Gylfi Magnússon hafði engan viðbúnað vegna gengislánanna þó honum hafi verið gert ljóst fyrir meir en ári síðan að svo gæti farið að samningar fjármálastofnana um gengislán yrðu talin ólögmæt.

Gylfi Magnússon hefur upplýst að hann leitaði ekki sérstaks lögfræðiálits vegna þessa máls

Gylfi Magnússon gerði ekkert með viðvaranir sem beint var til hans vegna málsins.

Gylfi Magnússon gerði ekki fyrirspurn um málið til stofnana sem undir hann heyra t.d. Neytendastofu og Fjármálaeftirlit eða vísaði erindi vegna málsins til þessara stofnana.

Gylfi Magnússon vakti ekki sérstaka athygli á málinu í ríkisstjórninni eða fór fram á aðgerðir ríkisstjórnarinnar meðan málið var til meðferðar hjá dómstólum.

Gylfi Magnússon hefur gerst sekur um alvarlega vanrækslu í starfi og vítaverðan dómgreindarbrest.

Gylfa Magnússyni  ber siðferðileg og pólitísk skylda til að segja af sér sem ráðherra. 

Gylfa Magnússyni  ber nú að dæma sjálfan sig á sömu forsendum og hann hefur áður dæmt aðra sem gegnt hafa svipuðum störfum og hann gegnir nú.

Geri Gylfi Magnússon sér ekki grein fyrir skyldu sinni til að segja af sér ber forsætisráðherra að víkja honum úr starfi þegar í stað.

 


Hvað ef?

Hefði gengi íslensku krónunnar ekkert breyst hefði nokkrum þá dottið í hug að það væru forsendur til að hækka vexti á gengislánum?  Datt einhverjum í hug að lækka vexti á gengislánum eftir að íslenska krónan hrundi?  

Vextir af lánum eru ákveðnir í lánasamningum.  Í lánasamningum um gengislán eru ákvæði um heimild til að endurskoða vexti lánanna samkvæmt ákveðnum reglum. Slík endurskoðun getur þó aldrei tekið til fortíðar heldur einungis framtíðar, en til slíkrar breytingar verða að liggja þau rök og sjónarmið sem kveðið er á um í lánasamningnum.  Þetta eru leikreglur á markaði.

Norræna "velferðarstjórn" Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms hefur uppi ráðagerðir  um að vega að neytendum með ólögmætum aðgerðum varðandi vaxtaákvarðanir af gjaldeyrislánunum. Vextir þeirra hafa ekkert breyst við dóm Hæstaréttar og verður ekki breytt nema til komi heimild í lánasamningi.  Kæmi til þess mundi "velferðarstjórn" bankanna undir forustu Jóhönnu Sigurðardóttur grípa til siðlausra og ólögmætra aðgerða. 

Gamli Marxistinn Már Guðmundsson Seðlabankastjóri telur að sjálfsögðu eðlilegt að valdstjórnin beiti sér með  þeim hætti sem honum þykir eðlilegt án tilltits til ákvæða laga og eðlilegra stjórnunarhátta.


Bloggfærslur 24. júní 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 51
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 3161
  • Frá upphafi: 2562116

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 2930
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband