Leita í fréttum mbl.is

Hvað ef?

Hefði gengi íslensku krónunnar ekkert breyst hefði nokkrum þá dottið í hug að það væru forsendur til að hækka vexti á gengislánum?  Datt einhverjum í hug að lækka vexti á gengislánum eftir að íslenska krónan hrundi?  

Vextir af lánum eru ákveðnir í lánasamningum.  Í lánasamningum um gengislán eru ákvæði um heimild til að endurskoða vexti lánanna samkvæmt ákveðnum reglum. Slík endurskoðun getur þó aldrei tekið til fortíðar heldur einungis framtíðar, en til slíkrar breytingar verða að liggja þau rök og sjónarmið sem kveðið er á um í lánasamningnum.  Þetta eru leikreglur á markaði.

Norræna "velferðarstjórn" Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms hefur uppi ráðagerðir  um að vega að neytendum með ólögmætum aðgerðum varðandi vaxtaákvarðanir af gjaldeyrislánunum. Vextir þeirra hafa ekkert breyst við dóm Hæstaréttar og verður ekki breytt nema til komi heimild í lánasamningi.  Kæmi til þess mundi "velferðarstjórn" bankanna undir forustu Jóhönnu Sigurðardóttur grípa til siðlausra og ólögmætra aðgerða. 

Gamli Marxistinn Már Guðmundsson Seðlabankastjóri telur að sjálfsögðu eðlilegt að valdstjórnin beiti sér með  þeim hætti sem honum þykir eðlilegt án tilltits til ákvæða laga og eðlilegra stjórnunarhátta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

„Hefði gengi íslensku krónunnar ekkert breyst hefði nokkrum þá dottið í hug að það væru forsendur til að hækka vexti á gengislánum? Datt einhverjum í hug að lækka vexti á gengislánum eftir að íslenska krónan hrundi?“

Nákvæmlega!

Brjánn Guðjónsson, 24.6.2010 kl. 14:04

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það segir nefnilega söguna. Það datt engum í hug að gera neitt fyrir lántakendur, en nú rembast þessir svokölluðu vinstri ráðherrar og vinir alþýðunnar við að gera alþýðunni lífið sem leiðast.

Jón Magnússon, 24.6.2010 kl. 20:53

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, sumir byrja fyrst að tala um réttlæti þegar það hentar þeim.

fólk tók nefnilega gengistryggðu lánin því þau voru á lægri vöxtum og þótt fólk hafi gert ráð fyrir að gengin gæti sveiflast eitthvað átti enginn von á þvílíkri katastrófu.

meðan gengið var stöðugt og lánin hagstæð steig enginn fram, hvorki Gylfi né aðrir, að tala um að fólk ætti ekki að fá svo hagstæð lán. svo þegar fólk stendur í sömu sporum nú, með niðurfellingu gengistryggingar og það var við lántöku, eru menn alveg að missa sig.

Brjánn Guðjónsson, 24.6.2010 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 45
  • Sl. sólarhring: 621
  • Sl. viku: 2986
  • Frá upphafi: 2294605

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 2722
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband