Leita í fréttum mbl.is

Háskólaspeki hin nýja

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafrćđi viđ sama háskóla og Gylfi Magnússon viđskiptaráđherra hefur sett fram nýja kenningu varđandi umgengni ráđherra viđ sannleikann.

Sjálfsagt vill Gunnar Helgi koma samkennara sínum í Háskóla Íslands til ađstođar í ţeim mikla vanda sem Gylfi er í vegna ţess ađ hann sagđi Alţingi ósatt í fyrirspurn um krónulánin sem tengd voru myntkörfu.

Hin nýja háskólaspeki Gunnars Helga stjórnmálafrćđiprófessors er sú ađ Gylfi Magnússon hafi ekki sagt Alţingi ósatt heldur hafi hann afvegaleitt Alţingi međ svörum sínum međ ţví ađ segja ţinginu ekki satt. Ef til vill má finna hárfínan frćđilegan mun á ţessu, sem getur nýst Gunnari Helga til heilabrota og frćđilegrar framsetningar međ einum eđa öđrum hćtti í nokkur ár. Venjulegt fólk skilur hins vegar ţegar veriđ er ađ segja ţví ósatt og vill kalla hlutina réttum nöfnum.

Gunnar Helgi vill nú láta setja lög um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráđherra.  Af hverju skyldi stjórnmálafrćđiprófessorinn nálgast máliđ međ ţessum hćtti?

Veit prófessorinn ekki ađ til eru ákvćđi í lögum sem gilda líka fyrir ráđherra og ţá sem gegna stjórnmálastarfi og störfum á vegum framkvćmdavaldsins. 

En af hverju segir prófessorinn ekki hvort hann telur framgöngu Gylfa Magnússonar viđskiptaráđherra vera ţess eđlis ađ hann geti setiđ áfram eđa verđi ađ víkja. Hefur hann ekki skođun á ţví.

Finnst Gunnari Helga e.t.v. réttlćtanlegt út frá heilaleikfimi háskólaspekinnar ađ ţađ sé afsakanlegt fyrir mann eins og Gylfa ađ segja Alţingi ósatt. Alla vega fordćmir hann ekki framgöngu ráđherrans út frá frćđunum. 

Gćti einhver sagt öđruvísi mér áđur brá?


Skjaldborgin um Gylfa Magnússon ráđherra

Undanfarna daga hefur ţjóđin orđiđ vitni ađ  alvarlegustu tilraun forustumanna í ríkisstjórn og stjórnsýslu til ađ leyna hana upplýsingum og afflytja mál í ţví skyni ađ slá skjaldborg um viđskiptaráđherra.

Afskipti Jóhönnu Sigurđardóttur og nokkurra hátt settra embćttismanna ţ.m.t. Seđlabankastjóra og ađstođarseđlabankastjóra af vandamálum viđskiptaráđherra bera ekki vott um opna og heiđarlega stjórnsýslu.  Ţrátt fyrir tilraunir forustumanna í stjórnsýslu og ríkisstjórn til ađ halda upplýsnigum frá ţjóđinni ţá liggja samt fyrir upplýsingar sem sýna ađ viđskiptaráđherra getur ekki setiđ.

Viđskiptaráđherra hefur veriđ berađur af ţví ađ gefa Alţingi rangar upplýsingar um gengisviđmiđuđu lánin. Upplýst hefur veriđ ađ upplýsingar um verulegan vafa um gildi lánanna lágu fyrir í ráđuneytinu voriđ 2009 og ráđherra hefur viđurkennt ađ hafa vitađ af málinu sama haust. Samt sem áđur gerđi hann í fyrsta lagi ekkert til ađ leiđrétta ummćli sín á Alţingi sem svar viđ fyrirspurn Ragnheiđar Ríkharđsdóttur um máliđ.

Í öđru lagi ţá hafđi viđskiptaráđherra engan viđbúnađ vegna ţess vafa sem óneitanlega var fyrir hendi um gildi lánanna.

Í ţriđja lagi ţá verđur ekki séđ ađ hann hafi gert samráđherrum sínum í ríkisstjórn grein fyrir málinu svo sem honum bar ađ gera.

Í fjórđa lagi leitađi viđskiptaráđherra ekki upplýsinga um máliđ hjá Neytendastofu eđa Fjármálaeftirliti og kannast ekki viđ ađvaranir Talsmanns neytenda svo merkilegt sem ţađ nú er.

Í fimmta lagi gerđi viđskiptaráđherra ekkert međ viđvaranir sem honum bárust sannanlega eftir ţví sem hann sjálfur segir í september 2009. 

Í sjötta lagi ţá kann viđskiptaráđherra međ vanrćkslu sinni ađ hafa bakađ ţjóđinni skađabótaábyrgđ svo nemur milljörđum króna, en um ţađ rćđir Árni Tómasson hjá skilanefnd Glitnis í morgun hafi menn vitađ meira en ţeir gerđu grein fyrir.

Óneitanlega er ţađ furđulegt ađ skjaldborg skuli nú slegin um viđskiptaráđherrann, Gylfa Magnússon af  ríkisstjórn og forustumönnum Seđlabanka Íslands. Hvar sem vćri í nágrannalöndum okkar hefđi veriđ óhjákvćmilegt ađ Gylfi Magnússon segđi af sér ađ ósk forsćtisráđherra ekki síđar en á mánudaginn. Sú stađreynd ađ hann skuli sitja ennţá sem ráđherra sýnir betur en margt annađ hversu spillt og vanhćf ríkisstjórnin er og hvađ litla dómgreind og stjórn Jóhanna Sigurđardóttir hefur á málunum.

Óneitanlega velta margir fyrír sér hvernig á ţví stendur ađ vaski stjórnsýslufrćđingurinn Sigurbjörg kveđur sér ekki hljóđs núna um vanhćfa ráđamenn og vonda stjórnsýslu. Hvar er nú Lilja Mósesdóttir sem er formađur viđskiptanefndar?

Ţá vekur ţögn vinanna og bandamannanna Egils Helgasonar og verđlaunablađamannsins Jóhanns Haukssonar sérstaka athygli. E.t.v. er vert ađ minna á ađ međan Gylfi Magnússon var formađur Samkeppnisráđs ţá sá ráđiđ ekki ástćđu til annars en fara mildum höndum um Baug og fyrirtćki ţví tengdu.

Geri forsćtisráđherra sér ekki ljóst ađ Gylfi Magnússon getur ekki setiđ lengur sem ráđherra og henni ber ađ víkja honum úr ríkisstjórn sinni ţegar í stađ,  sýnir hún ótvírćtt fram á vanhćfni sína til ađ leiđa ríkisstjórnina.


Bloggfćrslur 12. ágúst 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 2558
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2358
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband