Leita í fréttum mbl.is

Baráttan gegn Lúpínunni

Fyrir nokkrum árum var útivistarfólk hvatt til að taka með sér lúpínufræ og sá þeim á gönguleiðum sínum. Ég tók þessari áskorun af mikilli alvöru og hef sáð lúpínufræum víða um fjöll og firnindi. Síðan hef ég fyllst stolti af að sjá mikinn árangur lítils erfiðis. Þar sem áður voru naktir eyðimelar og fjallshlíðar er kominn sterkur lúpínugróður. Lúpínugróðurinn bindur jarðveginn og kemur m.a. í veg fyrir að landið fjúki burt eins og Ríó tríóið söng um af svo miklum tilfþirfum á sínum tíma.

En nú er vá fyrir dyrum. Umhverfisráðherra hefur fundið í lúpínunni þann hinn sanna óvin sem ógnar íslenskri alþýðu þannig að jafnbrýnir orkuverum og erlendum fjárfestum.  Umhverfisráðherra hefur því skorið upp herör gegn lúpínunni þannig að öll meðöl þar á meðal eiturefnahernaður verði leyfður til þess að ná því marki að eyða þessari plöntu sem hefur unnið mikið og þarft landnám á íslenkum heiðalöndum og eyðijörðum.

Umhverfisráðherrann er meiri ógn við farsæld fólks og umhverfis en lúpínan.  Ekki er vafi á því að það er mikilvægara að losna við hana úr ráðherrastóli en ráðast gegn þessum harðduglega landnema lúpínunni.  En sumir ráðamenn þar á meðal umhverfisráðherra þarf alltaf að búa sér til óvini og baráttu gegn þeim til að breiða yfir málefnasneyð sína.

 


Bloggfærslur 18. ágúst 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 2558
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2358
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband