Leita í fréttum mbl.is

Sviss vill ekki ganga í EES. Af hverju?

Svisslendingar tóku skynsamlegustu ákvörðun þeirra þjóða sem vildu eiga gott samband og samstarf við Evrópusambandið en voru ekki tilbúin að ganga í Evrópusambandið.  Þeir gerðu tvíhliða samning við Evrópusambandið á meðan við gengum í EES

EES var í raun ekki hugsað til annars en að vera undirbúningferli fyrir fulla aðild að Evrópusambandinu. Öll ríkin sem mynduðu EES með okkur hafa gengið í Evópusambandið þannig að bara við Norðmenn og Lichtenstein erum eftir.  Á sínum tíma skrifaði hið virta rit "The Economist" um EES sem fordyri Evrópusambandsins og sagði eitthvað á þá leið að það þjónaði í sjálfu sér engum tilgangi að fara í EES nema fyrir þjóðir sem ætluðu að ganga síðar eða fljótlega í Evrópusambandið.

Með því að ganga í EES þá samþykktum við að framselja verulegan hluta fullveldis okkar m.a. hluta löggjafarvaldsins í raun.  Við féllumst m.a. á opinn vinnumarkað sem varð til þess að magna upp spennuna á árunum 2005-2008 og valda síðari tíma atvinnuleysi og dýpka kreppuna meir en ella hefði verið. Öllum aðvörunarorðum varðandi innflutnings þúsunda erlendra starfsmanna var vísað frá sem röngum og jafnvel rasískum eins gáfulegt og það nú var.

Því miður tókum við ekki þann kost sem Svisslendingar tóku að gera tvíhliða samning við Evrópusambandið, en það hefði haft verulega kosti í för með sér fyrir okkur, hefðum við farið að dæmi Svisslendinga.  

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/08/19/svisslendingar_vilja_ekki_adild_ad_ees/

 


Bloggfærslur 19. ágúst 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 2558
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2358
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband