Leita í fréttum mbl.is

Þá þurfti að taka í lurginn á stjórn Íbúðarlánasjóðs

Þegar fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Íbúðarlánasjóðs lak því í Árna Pál Árnason félagsmálaráðherra að stjórnin ætlaði að skipa starfandi forstjóra, þá brást Árni Páll við hart og krafðist þess að skipuð yrði sérstök valnefnd til að velja forstjóra fyrirtækisins.

Í raun þýðir þessi flumbru- og yfirgangur félagsmálaráðherra gagnvart stjórn Íbúðarlánasjóðs ekki annað en það að hann treystir ekki stjórninni til að afgreiða mál eins og ráðningu forstjóra að sjóðnum.  Þá er það greinilega mikil endemi að mati félagsmálaráðherra að stjórnin skuli ætla sér að skipa hæfan forstjóra sem gengt hefur starfinu með prýði.  Sá sem stjórnin ætlaði að skipa skorti ekki hæfi eða reynslu það eina sem hana skorti var vinátta við félagsmálaráðherra og félagsskírteini í Samfylkingunni.

Aftur og aftur reynir félagsmálaráðherra að slá upp skjaldborg um vinnumiðlun Samfylkingarinnar fyrir góða flokksmenn, en hundsar  eðlilegar leikreglur í lýðræðisþjóðfélagi. 

Hvað var eiginlega að starfandi forstjóra var hún ekki góður valkostur. Af hverju lætur stjórn Íbúðalánasjóðs ráðherra ganga yfir sig af gerræði varðandi skipun forstjóra?


Bloggfærslur 29. ágúst 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 2558
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2358
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband