Leita í fréttum mbl.is

Vonbrigði

Niðurstaða Hæstaréttar í vaxtamálinu var vissulega vonbrigði og þvert á það sem ég taldi að yrði niðurstaðan.  Hæstiréttur rökstyður niðurstöðu sína með allt öðrum hætti en héraðsdómur og vísar til þess að þar sem að gengisviðmiðun hafi verið dæmd ólögleg þá geti vextir sem bundnir eru við slíka gengisviðmiðun ekki staðist.

Samt sem áður þá er verið að víkja til hliðar umsömdu vaxtaákvæði hvað varðar prósentutölu vaxta og þar sem að mjög rúm endurskoðunarákvæði eru í þeim lánssamningum sem um ræðir þá finnst mér að eðlilegra hefði verið að halda sig við vaxtaákvörðun lánssamninganna.

En Hæstiréttur er Hæstiréttur og hvort sem okkur líkar betur eða verr þá á hann síðasta orðið svo fremi máli verði ekki vísað til yfirþjóðlegs dómstóls.

Nú er hins vegar spurningin hvað ríkisstjórnin  ætlar að gera. Spurning er um greiðsluvilja og greiðslugetu fólks og smáatvinnurekenda. Það á jafnt við um þessi svonefndu gengislán sem og verðtryggðu lánin.  Það þýðir ekki að ætlast til þess að unga fólkið á Íslandi verði bundið í skuldafjötra sem það getur aldrei ráðið við og berjist við það vonlausri baráttu að eignast eitthvað sem er jafnóðum tekið frá því með vaxtaokri og verðtryggingu. Heldur einhver að það verði einhver þjóðarsátt um slíka skipan.  Annarsstaðar en hjá verkalýðs- og atvinnurekendum.

Gylfi Arnbjörnsson er sjálfsagt feginn niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli en skyldi hann tala fyrir hinn almenna launamann í því máli?


Bloggfærslur 16. september 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 2571
  • Frá upphafi: 2562169

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2371
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband