Leita í fréttum mbl.is

Berlusconi og Birgitta Jónsdóttir

Óneitanlega er athyglivert að bæði Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu og Birgitta Jónsdóttir alþingismaður skuli bæði vísa til friðhelgi sinnar vegna opinberra starfa. Silvio vegna starfa sinna sem forsætisráðherra og Birgitta vegna starfa sinna sem þingmaður. Tekist er á um það á Ítalíu hvort friðhelgi Silvíos verður afnumin og hann ákærður en ekki liggur fyrir hvað Birgitta hyggst vinna með tilvísun til friðhelgi sem alþingismaður.

Óneitanlega hefur verið nokkuð sérstakt að fylgjast með forseta Alþingis, utanríkisráðherra og innanríkisráðherra í sambandi við máli Birgittu. Þessir  þaulsætnu þingmenn virðast ekki átta sig á hvað felst í þinghelginni og því síður gera sér grein fyrir hvenær mál er milliríkjamál og hvenær ekki.

Mál Birgittu vegna Twitter færslna hennar er ekki milliríkjamál heldur varðar meðferð máls fyrir bandarískum dómstól. Þá virðist Birgittu og öðrum sem hafa vísð til friðhelgi hennar sem þingmanns hafa yfirsést, að hún nýtur engrar slíkrar friðhelgi í Færeyjum, Noregi eða Bandaríkjunum. Friðhelginnar nýtur hún einungis við sérstakar aðstæður hér á landi.

Annars er athyglivert að þingmaðurinn sem hefur krafist þess að Ísland verði skálkaskjól uppljóstrara og þeirra sem komast með vafasömum jafnvel glæpsamlegum hætti yfir upplýsingar, skuli gera sérstaka kröfu til þess að komið verði í veg fyrir að lögleg yfirvöld leiti eftir því við dómstól að fá löglegan aðgang að upplýsingum um ákveðnar færslur hennar sjálfrar.

Þá er líka athyglivert að Birgitta skuli þegar á reynir vísa til sérréttinda þingmanna þegar það er skoðað hvað hún hefur sagt um Alþingi og þingmenn og með hvaða hætti hún hefur beitt sér varðandi löggjafarþingið.  Ekki er annað að skilja á því sem Birgitta hefur sagt en að önnur lög og reglur eigi að gilda fyrir hana  en  fyrir Manga múrara og Hallfríði hreingerningarkonu. Svo virðist sem Birgitta telji að svoleiðis almúgafólk eigi ekki að hafa sama rétt og hún og Silvío Berlusconi.


Bloggfærslur 11. janúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 21
  • Sl. sólarhring: 790
  • Sl. viku: 2677
  • Frá upphafi: 2563479

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 2489
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband