Leita í fréttum mbl.is

Berlusconi og Birgitta Jónsdóttir

Óneitanlega er athyglivert að bæði Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu og Birgitta Jónsdóttir alþingismaður skuli bæði vísa til friðhelgi sinnar vegna opinberra starfa. Silvio vegna starfa sinna sem forsætisráðherra og Birgitta vegna starfa sinna sem þingmaður. Tekist er á um það á Ítalíu hvort friðhelgi Silvíos verður afnumin og hann ákærður en ekki liggur fyrir hvað Birgitta hyggst vinna með tilvísun til friðhelgi sem alþingismaður.

Óneitanlega hefur verið nokkuð sérstakt að fylgjast með forseta Alþingis, utanríkisráðherra og innanríkisráðherra í sambandi við máli Birgittu. Þessir  þaulsætnu þingmenn virðast ekki átta sig á hvað felst í þinghelginni og því síður gera sér grein fyrir hvenær mál er milliríkjamál og hvenær ekki.

Mál Birgittu vegna Twitter færslna hennar er ekki milliríkjamál heldur varðar meðferð máls fyrir bandarískum dómstól. Þá virðist Birgittu og öðrum sem hafa vísð til friðhelgi hennar sem þingmanns hafa yfirsést, að hún nýtur engrar slíkrar friðhelgi í Færeyjum, Noregi eða Bandaríkjunum. Friðhelginnar nýtur hún einungis við sérstakar aðstæður hér á landi.

Annars er athyglivert að þingmaðurinn sem hefur krafist þess að Ísland verði skálkaskjól uppljóstrara og þeirra sem komast með vafasömum jafnvel glæpsamlegum hætti yfir upplýsingar, skuli gera sérstaka kröfu til þess að komið verði í veg fyrir að lögleg yfirvöld leiti eftir því við dómstól að fá löglegan aðgang að upplýsingum um ákveðnar færslur hennar sjálfrar.

Þá er líka athyglivert að Birgitta skuli þegar á reynir vísa til sérréttinda þingmanna þegar það er skoðað hvað hún hefur sagt um Alþingi og þingmenn og með hvaða hætti hún hefur beitt sér varðandi löggjafarþingið.  Ekki er annað að skilja á því sem Birgitta hefur sagt en að önnur lög og reglur eigi að gilda fyrir hana  en  fyrir Manga múrara og Hallfríði hreingerningarkonu. Svo virðist sem Birgitta telji að svoleiðis almúgafólk eigi ekki að hafa sama rétt og hún og Silvío Berlusconi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Bjarnason

Mér finnst það argasta móðgun við Birgittu að vera líkt við Berlusconi.

Berlusconi er alræmdur fyrir spillingu og mútugreiðslur.

Svavar Bjarnason, 11.1.2011 kl. 13:22

2 Smámynd: Jakob Jörunds Jónsson

Heyr heyr. Alveg 100% sammála.

Jakob Jörunds Jónsson, 11.1.2011 kl. 14:30

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er ekki að líkja þeim saman Svavar síður en svo. Ég er að benda á að þau vísa bæði til sérréttinda sinna sem kjörna fulltrúa þjóðar sinnar á sama degi. Það er líkingin en ekki annað. Þannig að ég vona að þú misskiljir það ekki.  Því fer víðs fjarri að ég telji Birgittu seka um spillingu eða mútugreiðslur.

Jón Magnússon, 11.1.2011 kl. 14:32

4 identicon

Sæll Jón

Mér finnst átakanlegt að nota tengingar okkar við USA með þessum hætti vegna þingmanns sem er að ropa út og suður í einkaerindum tekur þátt í mótmælum og fleira þá er Alþingi komið í ruslflokk með starfsmannastefnu sína.     Sem betur fer var hún ekki að sinna erindum þingsins með Wikileaks en blessaður hermaðurinn sem verknaðinn framdi og átti að fá 100.000 ervur að launum hefur fengið 15.000 og ekki meir á meðan hinir útvöldu selja fjölmiðlum gögnin fyrir morðfé svona rétt til að dekka kostnaðinn fyrir utan frjáls framlög.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 15:31

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Jón,  ég held að Birgitta sé alls ekki að skýla sér undir einhverri diplómaskikkju.  Það voru hins vegar Össur og Ömmi sem sveifluðu þessari skikkju í sínum málflutningi, til að leggja áherslu á alvarleika málsins.

Sjálf, ætla  ég að Stjórnarskráin verji alla Íslendinga jafnt og utanríkisráðherra bregðist við þessari kvaðningu þó að viðkomandi væri ekki diplómat.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 11.1.2011 kl. 20:37

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ekki líka Berlusconi fjöllyndur í miklum mæli ólíkt hinni siðprúðu Birgittu? Það er ástæðulaust fyrir Svavar að móðgast yfir því. Bæði eru glæsilegt fólk og ekki finnst mér móðgandi fyrir Birgittu að vera líkt við það sjarmatröll.

Ég veit ekki til þess að Berlusconi hafi verið fundinn sekur um það sem Svavar talar um.

Halldór Jónsson, 11.1.2011 kl. 21:15

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Lélegur málfluttningur  og ómálefnalegur hjá þér Jón Magnússon. Þú ert víst að líkja þeim saman. Þú skrifar; "Svo virðist sem Birgitta telji að svoleiðis almúgafólk eigi ekki að hafa sama rétt og hún og Silvío Berlusconi." Ef þetta er ekki samlíking, þá er þetta ósskiljanlegt bull.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.1.2011 kl. 23:38

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er fínt að ræða friðhelgina eins og hvert annað mál Jón.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.1.2011 kl. 01:56

9 Smámynd: Jón Magnússon

Ef þetta er satt Þór þá finnst mér slæmt að heyra það. Hvað skyldi Kristinn Hrafnsson segja við þessu?

Jón Magnússon, 13.1.2011 kl. 12:49

10 Smámynd: Jón Magnússon

Jú Jenný hún byrjaði á því. Síðan fóru Ömmi og Össur á stað að því er virðist án þess að skoða málið.  Sennilega ekki dæmi um góða stjórnsýslu.

Jón Magnússon, 13.1.2011 kl. 12:50

11 Smámynd: Jón Magnússon

Ég var ekki að líkja þeim saman Halldór að einu eða neinu leyti nema hvað varðar tilvísun til opinberrar verndar vegna séraðstöðu.

Jón Magnússon, 13.1.2011 kl. 12:51

12 Smámynd: Jón Magnússon

Svanur ég er ekki að líka þeim saman en segi við þig eins og Halldór að tilvísunin var eingöngu vegna tilvísun þeirra sjálfra til opinberrar verndar vegna séraðstöðu.

Jón Magnússon, 13.1.2011 kl. 12:52

13 Smámynd: Jón Magnússon

Já það finnst mér nauðsynlegt að gera og ég er almennt talsmaður þess að fólk eigi að fá að vera í friði.

Jón Magnússon, 13.1.2011 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 112
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 4295
  • Frá upphafi: 2296085

Annað

  • Innlit í dag: 102
  • Innlit sl. viku: 3934
  • Gestir í dag: 93
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband