Leita í fréttum mbl.is

Auðlindir og þjóðaratkvæði

Stuðfólkið Björk og Ómar hefur haldið söngvahátíðir til að vekja athygli á undirskriftarsöfnun. Rúmlega 48 þúsund undirskriftir hafa komið undir áskorun sem er verulegum annmörkum háð. Talsmaður samtakanna telur þetta vera boð um allsherjar þjóðnýtingu orkuauðlinda og er helst á honum að skilja að þar eigi að fara á svig við ákvæði stjórnarskrár um að fullt verð skuli koma fyrir verðmætin sem taka á eignarnámi.

Nú má einu gilda hversu mikið færri undirskriftirnar eru en 48 þúsund en ég sé það á vefnum að inni í talningunni af þeim síðustu 100 sem skrifa undir eru m.a. Kalli kúkur og 7777 ásamt ýmsum öðrum vafasömum aðilum.  Hvað sem því líður þá er ljóst að mikill fjöldi skrifar undir þessa áskorun. Þess vegna er slæmt að hún skuli vera jafn ómarkviss og röng og raun ber vitni.

Áskorunin er svona:

"Ég undirrituð/undirritaður skora á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS Orku og skora jafnframt á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra."

Nú er þess ekki getið af stuðboltunum hvað þá talsmanninum að salan á HS Orku hefur þegar farið fram.  Áskorunin er því marklaus hvað það varðar eins og  talsmaður hópsins viðurkenndi í viðtali við Karl Th. Birgisson í útvarpi fyrir nokkru. Eðlilegra hefði verið að hópurinn hefði orðað fyrri hluta áskorunarinnar þannig:  "Ég undirrituð/undirritaður skora á stjórnvöld að eyða 32 milljörðum af almannafé til að þjóðnýta orkuréttindi Magma Energy."   Ætli þúsund manns hefðu verið tilbúnir til að beina þeirri áskorun til stjórnvalda? Þetta er það sem Magma fjárfesti fyrir þegar í maí 2010.

Varðandi síðari hluta áskorunarinnar þá er spurt, gildir það sama um allar orkuauðlindir, nýtingu þeirra og eignarráð? Hvað með bæjarlækinn, vindorkuna og heita vatnið sem búandkarlar nota sumsstaðar til að gera heimarafstöðvar og/eða til upphitunar? Ótal fleiri spurninga mætti spyrja

Vatnsréttindi hvað með þau? Mikil umræða hefur verið um vatnalög og margir komið þar að. Má e.t.v. minna á gott starf Lúðvíks Bergvinssonar fyrrum þingflokksformanns Samfylkingarinnar og nefndar hans um þau atriði, en þar fór fram mikil og flókin sérfræðivinna. Hvað í sambandi við þá löggjöf vill fólk að greitt verði þjóðaratkvæði? Það kemur ekki fram í þessari yfirborðslegu og að hluta til villandi áskorun.

Það hefði verið betra ef áskorunin hefði fjallað um að taka upp svipaða löggfjöf og er í Alaska varðandi eignarráð á þjóðarauðlindum, en þangað tel ég að við Íslendingar eigum að leita fyrirmynda.

Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að setjast niður með þeim Ómari, Björku og Jóni aðstoðarmanni til að ræða málin. Fróðlegt verður að vita hvernig þeim viðræðum verður háttað. Skyldi Jóhanna ætla að ræða það af hverju ríkisstjórn hennar vildi ekki kaupa vatnsréttindin af HS Orku, yfirtaka þau eða semja við Magma um styttingu nýtingartímans. Skyldi hún ætla að ómerkja það mikla starf sem ýmsir sérfræðingar hennar eigin flokks hafa þegar unnið á þessu sviði. Skyldi hún ætla að boða fráhvarf frá reglum  Evrópusambandsins í þessum málaflokki. Eða skyldi hún ætla að segja stuðboltunum og Jóni aðstoðar að þetta sé allt saman tóm vitleysa. Fróðlegt verður að heyra hver niðurstaðan verður af fundinum og hvort forsætisráðherra hefur dug í sér og uppburði til að tala mannamál við mannskapinn  og segja því skoðun sína tæpitungulaust. En ekki síður láta þau vita hvað hún ætlar að gera og hvað ekki.

 


Bloggfærslur 16. janúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 26
  • Sl. sólarhring: 793
  • Sl. viku: 2682
  • Frá upphafi: 2563484

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 2493
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband