Leita í fréttum mbl.is

Hvað þýðir orðið jól?

Undanfarna daga höfum við óskað öðrum aftur og aftur gleðilegra jóla. En hvað þýðir það? Hver er merking orðsins jól?

Jólin eru haldin í kristnum löndum til minningur um fæðingu Jesús í samræmi við helgisöguna. En af hverju köllum við þessa hátíð jól?

Maður á tíræðisaldri spurði mig í gær hver væri merking orðsins jól. Ég hélt að það væri ekki flókið að finna út úr því, en komst að hinu gagnstæða. Uppruni orðsins er óviss og umdeildur. Samkvæmt íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar þá eru ýmsar getgátur en af þeim hallast ég helst að því að um gamalt germannskt orð sé að ræða eða hljóðfirringarmyd af því þannig að upphafleg merking hafi verið hjól eða vetrarsólhvörf eða árstíðarhringur. Þá hefur gömul germönnsk sólhvarfahátíð verið yfirtekin af kristnum mönnum eða hvað?

Viti einhver betur þá væri gaman að fá upplýsingar um það. 

Þá er líka spurning hverjir nota þessa orðmynd eða líkingu hennar fyrir utan Norðurlöndin. Í ensku er til Yule þó það sé sjálfsagt lítið notað í því tungumáli. Getur e.t.v. verið að Noel í frönsku og vallónsku sé sama orðmyndin?  Spyr sá sem ekki veit nógu mikið.

Merkilegt að merking orðsins jól skuli ekki vera á hreinu. 


Bloggfærslur 2. janúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 26
  • Sl. sólarhring: 792
  • Sl. viku: 2682
  • Frá upphafi: 2563484

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 2493
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband