Leita í fréttum mbl.is

Hvað þýðir orðið jól?

Undanfarna daga höfum við óskað öðrum aftur og aftur gleðilegra jóla. En hvað þýðir það? Hver er merking orðsins jól?

Jólin eru haldin í kristnum löndum til minningur um fæðingu Jesús í samræmi við helgisöguna. En af hverju köllum við þessa hátíð jól?

Maður á tíræðisaldri spurði mig í gær hver væri merking orðsins jól. Ég hélt að það væri ekki flókið að finna út úr því, en komst að hinu gagnstæða. Uppruni orðsins er óviss og umdeildur. Samkvæmt íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar þá eru ýmsar getgátur en af þeim hallast ég helst að því að um gamalt germannskt orð sé að ræða eða hljóðfirringarmyd af því þannig að upphafleg merking hafi verið hjól eða vetrarsólhvörf eða árstíðarhringur. Þá hefur gömul germönnsk sólhvarfahátíð verið yfirtekin af kristnum mönnum eða hvað?

Viti einhver betur þá væri gaman að fá upplýsingar um það. 

Þá er líka spurning hverjir nota þessa orðmynd eða líkingu hennar fyrir utan Norðurlöndin. Í ensku er til Yule þó það sé sjálfsagt lítið notað í því tungumáli. Getur e.t.v. verið að Noel í frönsku og vallónsku sé sama orðmyndin?  Spyr sá sem ekki veit nógu mikið.

Merkilegt að merking orðsins jól skuli ekki vera á hreinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Jón; jafnan !

Hvarflar að mér; að hugtakið sé komið, frá Tyrkjum - og öðrum þeim; sem til Altai mála stofnsins teljast, austur þar.

Yol; á Tyrknesku, þýðir leiðin, misminni mig ekki.

Má vera; að mér skjátlist, en fannst rétt, að koma þessu að.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 22:50

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Jón

Þessi Wikipedia síða fjallar um vetrarsólstöðuhátíðir víða um heim. Þar er fjallað um orðið Jól, Yule, Giuli... undir "Y" neðarlega á síðunni: Winter solstice.

Wikipedia: Yule

Svo er það Vísindavefurinn:  Hvaðan kemur orðið "jól" og úr hverju er það myndað?

Ágúst H Bjarnason, 2.1.2011 kl. 22:50

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég bendi á bók Árna Björnssonar Saga Daganna til að fá einhver svör. Þar nefnir hann þær kenningar, sem eru uppi um þetta. Vísindavefurinn nefnir einhverjar heimildir, sem vert er að skoða.  Kenningarnar virðast ekki vera svo margar.  Sumir segja þetta eiga uppruna í goðafræðinni en líklegra er að þetta sé einfaldlega nafn á árstíð eða mánuði, sbr. Ýlir, en orðsyfjarnar óljósar.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.1.2011 kl. 22:52

4 identicon

Sem kristinn maður hefur mér lengi fundist að við kristnir menn ættum að nefna Jólin: Kristsmessu (Christmas). Orðið jól gæti verið tengt orðinu sól, vegna sólstöðuhátíðarinnar. Á vetrarsólstöðum rís sólin aftur og fer að hækka á lofti. Kristur var einnig í gröfinni, þar til hann reis upp. Hann er einnig nefndur ljós mannanna og lýsir þeim. Að því leiti er kannski ekki alrangt að kalla Kristsmessuna Jól, eigi orðmyndin jólin eitthvað skilt við sólina og ljósið.

Einar Ingvi Magnússon (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 23:32

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ótrúlegt en satt þá er á [a slegið] bog ó [o slegið] sennlega það sem Málfræðikver Ólafs Hvíta Skálds kallar náttúralega löíng hljóð í Íslensku. Þess hljóð er hljóðfræðilega samband tveggja hljóða og ekki til til í Latnesku stafrófi. ó er oú og á er aú. Sem skýrir að þau er [broad] breið í dag sem fyrr. Norðmenn í dag til dæmis þekkja[greina] ekki ó og taka það fyrir ú. Hljóð rita orðið Lóa með Lua. Nokkuð sem mætti kalla lúalegt.

Hljóð ú var geymt í rún sem kallast "úr" í áðurnefndu kveri. Þetta hljóð var sagt hafa verið skipað gagnstætt því í Latínu. Þar kom "a" fyrst  en í rúnum var "Ú" fyrst.  í þeirra tíma greiningum  má álikta að röðin hafi verið í rúnum: ú,  á, ó. Ú hafi verið últra og mest en oú minna í samanburði.   Þar er eining sagt að rúnin [leturstarfurinn] búi yfir minnst tveim hljóðum. Vilji menn leggja gefa til kynna að um lánga hljóðið sé að ræða þá sé rúnin slegin hinsvegar ef um granna hljóðið sé að ræða sé rúnin punktuð.

Til skilja muninn betur á Íslenskri hljóðritun miðað við latneska alþjóðlega, er gott að vita að þegar Íslendingur ritar tvöfaldan samhljóð t.d. enn, þá ritar Latína en og segir e í þessu tilviki langt grannt sérhljóð. Þegar Íslendingur ritar en, þá segir Latína e-hljóðið stutt og ritar líka en.    Frakkar gera gera greinarmun á þessum stutt og löngu grönnu e hljóðum með kommu til vinstri ef e er stutt en til hægri eða fram ef það er langt.

Hinsvegar hef ég ennþá ekki fundið tungumál fyrir utan Íslensku sem talar um fulla og hálffulla samhljóða.     T.d. þessu gefur málfræðikverið dæmi um : err, er, enn, en, emm, em ,ell, el og eff, ef.

Hinsvegar gefur hún ekki dæmi um ed, eb. En et, edd, ett og ep, ebb, epp eru samhljóð í íslensku.

Einnig gefa málfræðingar eins og Donatatus og Prístíanus það að málið sé samsett úr grunn myndum [figures]  sem Íslendingar munu sennilega kalla "orð" eða atkvæði.  Þessi myndorðamerkingarsifjafræði ríkti nú hjá menntamönnum í Evrópu almennt frá fyrir tíma Forn Grikkja fram að seinni heimsstyrjöld.

Einnig er Á sagt merkja oft yfir þá öllum megin. ó og ú geta bæði skipt orðum [það er merkingarmynd þeirra]: gott er þá andhverfa þess sem er ógott eða úgott.

Þess vegna má ráð af líkum [myndum] að ó sé lítið ú á samburði  og o  grann'a-hljóðið eða styttingurinn sé minna en en hliðstætt u.

jól vær þá minna en hliðstætt júl. jól og sól rímar rökrétt að mínu mati. mun sennilega hafa kallast haga[ll] til að heimfæra og hámarka  í rúnum [haga í fyrirfærslu í latínustafi: gh , wh, td. O mun tákna marghyrning=lokaðan feril eða ellipsu í þrívídd.

Ég álít formenn hafa lesið merking þannig ef ebb segir Ból þá segir ess Sól, í eða J gefur þá merkinguna Jól. ól getur táknað naflastreng  eða fæðingu : nýss árs.

Allavega er krafan um myndmerkinguna staðreynd annað er vitfyrring. Íslenska kverið segir latínumenn telja að sérhljóð hafi enga myndmerkingu, [gefið að sérhljóðin hafa hana í Latínu], hinsvegar nefnir kverið að mörg Íslensk sérhljóð hafa merkingar : t.d. stunur og gráthljóð. á, ó, ú eins og ofan greinir t.d. Hollenska og enska eru mál sem ennþá innþá innhalda hrein náttúrulega löng hljóð.  Því tvíhljóð Latínunar mun mun vera með hljóðgapi: Ka'ísar. Latína segir þegir við ritum Anna og segjum Ann'a: Ann'Na. Svipað er sagt Bell'La.: Þar sem þetta eru 2 samljóð í þeirra skilgreiningu.   

Rúnir mun hafa verið í föstum skorðum, þótt latneskustafa ritun muni hafa vafist fyrir þjóðum.  

 Soundí ensku merki líka: body of water which connects two larger bodies of water; ocean inlet

Þess vegna mun hljóð líka hafa merkt rúmmálið sem það spannar.  [frá munni talanda til eyra heyranda]

Júlíus Björnsson, 3.1.2011 kl. 03:57

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Óskar Helgi þetta er athyglivert með þessa orðmynd í tyrknesku.

Jón Magnússon, 3.1.2011 kl. 09:11

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta eru góðar ábendingar Ágúst ég þakka þér fyrir þær.

Jón Magnússon, 3.1.2011 kl. 09:11

8 Smámynd: Jón Magnússon

Jón Steinar þú bendir á góðar heimildir til viðbótar þannig að með sama áframhaldi fáum við meiri og meiri þekkingu á hugsanlegri merkingu orðsins.

Jón Magnússon, 3.1.2011 kl. 09:13

9 Smámynd: Jón Magnússon

Það kann vel að vera Einar að þetta hafi verið mistök í Norðurlandakirkjunum og e.t.v. einhverjum fleirum á norðlægum slóðum að nefna fæðingarhátíðina jól. En e.t.v. var það gert af ráðnum hug vegna yfirtöku á nafni á sólhvarfahátíð til forna. 

Jón Magnússon, 3.1.2011 kl. 09:14

10 Smámynd: Jón Magnússon

En tengist þetta skýringu á orðinu jól, Júlíus?

Jón Magnússon, 3.1.2011 kl. 09:16

11 identicon

Örugglega tekið af "Yule"

Yule or Yule-tide ("Yule-time") is a winter festival that was initially celebrated by the historical Germanic people as a pagan religious festival, though it was later absorbed into, and equated with, the Christian festival of Christmas. The festival was originally celebrated from late December to early January on a date determined by the lunar Germanic calendar. The festival was placed on December 25 when the Christian calendar (Julian calendar) was adopted. Scholars have connected the celebration to the Wild Hunt.

http://en.wikipedia.org/wiki/Yule

Kristnir tóku sig til og settu afmæli Sússa á sama stað og sólstöðuhátíðir; Þetta var liður í plotti til að kæfa niður þá hátíð.

Það sama má segja um eiginlega allar kristnar hátíðir, allt stolið frá öðrum.
Varist eftirlíkingar krakkar; Öll trúarbrögð eru eftirlíkingar

doctore (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 10:27

12 Smámynd: Dante

Ég hallast að því að þetta orð sé komið frá Keltum, Yul (minnir að það sé skrifað svona) og þýðir hjól eða hringur (árstíðahringur?).

Uppi hafa verið kenningar um að Kristur hafi ekki fæðst seinni part desember. Ein kenningin er að hann hafi fæðst um miðjan júní, tveimur árum fyrir tímatal okkar, og önnur sem ég hef heyrt er að hann hafi fæðst um mánaðarmótin sept./okt. 7 árum fyrir tímatal okkar. 

Ég held að kirkjan hafi ákveðið að láta það líta svo út að hann hafi fæðst á þessum tíma, til að ná betur til heiðingja sem stunduðu átrúnað á sólstöður (markaðsetning trúar?).

Hvort eitthvað sé til í þessu veit ég ekki en ég sef alveg rólegur vegna þessa en það er gaman að velta svona löguðu fyrir sér.

Dante, 3.1.2011 kl. 12:06

13 Smámynd: Jón Magnússon

Mér kom ekki á óvart að þú skyldir taka til máls í umræðunni, en það sem þægilega við mig hvað þetta er málefnaleg athugasemd hjá þér og kann ég þér þakkir fyrir það. Það verður síðan hver að hafa sína skoðun á Jólum og Jesú. Ég þekki þínar og þú ferð sennilega nærri um mínar doktor E

Jón Magnússon, 3.1.2011 kl. 13:37

14 Smámynd: Jón Magnússon

Það kann vel að vera komið frá Keltum og það má ekki gleyma því að Keltar voru vítt og breytt um Evrópu á árum áður. Þannig að orðmyndir sem eru komnar frá þeim eru algengari en margur heldur. Það er síðan annað mál hvað varðar trúverðugleika helgisögunnar.

Jón Magnússon, 3.1.2011 kl. 13:38

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hér koma fram margar merkilegar tilgátur um merkingu orðsins Jól, en allar eru þær rangar. Ég skrifa oft hið upphaflega form orðsins, sem var Hjól. Eftir er þá að finna merkinguna !

Um merkingu orðsins ætla ég ekki að upplýsa að sinni, þótt hún sé mér full-ljós. Vil þó benda á, að Hjól er fleirtölu-mynd. Sjáið kveðjuna:

Gleðilega Hjólahátíð ! (Ekki gleðilega Hjólshátíð).

Lofið heila-sellunum að spreyta sig.

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.1.2011 kl. 15:01

16 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það má líka spyrja hvaðan kemur orðið júlí og rómverska nafnið Júlíus. Er þetta kannski skylt orðinu jól?

Emil Hannes Valgeirsson, 3.1.2011 kl. 16:30

17 identicon

Orðið NOEL á frönsku er komið úr latínu eins og orðin um þetta á öðrum rómönskum málum. Franska orðið er dregið af "(dies) natalis" = fæðingardagur (Jesú). Sömuleiðis er orðið á gelísku (írskri): NOLLAIG dregið af þessu sama í latínu. Ég hef hins vegar ekki hugmynd um hvernig gelíska orðið var yfir heiðnu sólhvarfahátíðina,

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 18:31

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel flestar heiðnar þjóðir mörgum öldum fyrir fæðingu sonar Máríu hafa mælt tíma í sólarhringum tunglárum og sólarárum. Byggt sín tímatöl á stöðu jaðar tungls og sólar aðallega.  T.d. nær miðbaug er skipting sólárs í vetur [rainy season] og sumar [dry season : apríl - sept: vor og haust jafndægur].

Ríki sem hætta af einhverjum ástæðum mælingum á þessum [lofts]stöðum og taka upp staðlað dagtal, hafa flest lent í misgengi sem er nú leiðrétt með hlaupári. 

Þar sem sólin í okkar sólkerfi er á hringferð um sína miðju í vetrarbrautinni, þá ferðast hún um hús dýrahringsins [zodiac] mun árið 0 hjá Rómverjum tengjast því að Sunna var að fara yfir í hús fiskanna. Aðal misgengis ástæðan.

Það eru fjórar stöður á sólarhæð sem skiptamál: hæsta og lægsta staða og vor og haust jafndægur.

Manntalskráning í Betlehem mun hafa miðast við inngöng nýs árs  þá nálægt 1.janúar.

Íslensk bændatímatöl fram til um 1630 mun hafi miðað fyrst mánuð sólarárs við Heyannir.  Hér mun líka Stjórnu Oddur sanna að raun tímatal hafi verið viðmiðunin á Íslandi. Það er mæling á sólarhæð.

Þeir sem telja að fæðing frelsarans  um árið 0 Rómverja hafi markað upphaf hátíðar vegna hækkandi sólar í heiðnum heimi, verða að koma með betri rök fyrir sínum kenningum. 

Svo rakst ég einhvern tíman á að Forn Egyptar um 4000 árum fyrir Krist hafi notað svipað tímatal sem byrjaði á heyjönnum eins og Íslenskir bændur á 17. öld.  

Staða sólar berst ekki frá einum þjóðarhópi til annarrs.

Hóll við tölum um hól: er hæð sem yfirleit rís ekki hátt. 

Júlíus Björnsson, 3.1.2011 kl. 19:25

19 Smámynd: Jón Magnússon

Loftur það er það sem segir í orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar eins og ég bendi á í færslunni, að þetta sé eins og hann nefnir það hljóðfirringarmynd af orðinu hjól og vísi þá líklega til árstíðarhringsins.

Jón Magnússon, 3.1.2011 kl. 20:32

20 Smámynd: Jón Magnússon

Já Emil nafnið á mánuðinum er komið frá Júlíusi Caesar og raunar líka orðið keisari. Hvað Júlíus og júlí merkir er síðan annað mál.

Jón Magnússon, 3.1.2011 kl. 20:34

21 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þessa athugasemd Ingibjörg ég var ekki viss um uppruna orðsins Noel í frönsku en þá liggur það fyrir að þar er miðað við það sama og í öðrum rómönskum málum.

Jón Magnússon, 3.1.2011 kl. 20:35

22 Smámynd: Jón Magnússon

Já Júlíus þetta eru skemmtilegar hugrenningar sem þú kemur með. En skrásetningin var ekki bundin við Betlehem heldur Júdeu þegar Júdea varð skattland Rómverja það var um árið 6 eftir Krist. Þá hefur Jesús sennilega verið að minnsta kosti ellefu eða tólf ára miðað við það að hann hafi fæðst á dögum Heródesar mikla sem dó árið 4 fyrir Krist.

Þó Lúkas tali um skrásetningu allrar heimsbyggðarinnar þá var slík skrásetning aldrei framkvæmd. Hins vegar fór fram skrásetning í Júdeu þegar Júdea varð skattland og slíkar skrásetningar eru þekktar frá öðrum skattlöndum Rómverja frá þessum tíma og fyrr og síðar.

Jón Magnússon, 3.1.2011 kl. 20:41

23 identicon

Sæll Jón og síðugestir.

Þetta eru fróðlegar umræður. Í safnritinu "Jólavaka", sem Jóhannes úr Kötlum tók saman og var gefin út 1945 er grein eftir Guðmund Friðjónsson, sem heitir Jól og heiðni og er útdráttur úr bók eftir Pál Vídalín, lögmann í Víðidalstungu. Bók þessi heitir: Skýringar yfir fornyrði lögbókar. Páll var dóttursonur Arngríms lærða og mikill spekingur.

Páll áleit að orðið "jól" merkti ríkuleg veisla. Hann vitnar í fornan skáldskap og Snorra-Eddu máli sínu til stuðnings. Mér sýnast röksemdir Páls fyrir þessari skoðun mjög sannfærandi og ekki verri en ýmsar aðrar tilgátur um merkingu orðsins. 

Legg til að áhugamenn um þetta lesi þessa

grein í Jólavöku.  Bókin hlýtur að vera til á bókasöfnum

  Þorvaldur Ágústsson.

Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 22:48

24 Smámynd: Júlíus Björnsson

IIuli'us er samkvæmt minni Latínu einstaklingur úr [us hliðstætt ur í Íslensku] fjölskyldu IIuli'a: sem er orð kvenkennt.

J var ritað síðar sem tvöfalt i: í Latínu.  alfa a [með ljóði eins og í afi] merki yfirleitt upphaf.  Júllí [hljóðritun á Íslensku]mun þess vegna vera upphaf þessarar fjölskyldu á sínum tíma.  Sérstök skírnarnöfn voru mjög sjaldgæf í Róm: einstaklingar karlkendir eða kvenkenndir við fjölskylduna og númeraðir til aðgreiningar eða kallaðir eldri og yngri og þess háttar.

Fornmenn segja að l [í] gerist samhljóði þá hann gangi í önnur sérhljóð og hér er þá Í ritað J. Í a > Ja.

Íslendingar segja að þegar: í er að [verki] þá sé íað að einhverju[ indicate] .

Samkvæmt málmyndafræðum Donatusar þá má ætla að Júllí sé tilvísun í úll. Það nefna N N úll á Íslensku og mun sennilega tákna líka upphaf alls sem síðar verður talið.

Í málfræðiritgerð um stafrofið  þá er þess röð á latneskum sérhljóðum gefin: a, e, i, o, u. [u er líkt ú í framburði og i líkt í]

Í sama bindi Snorra Eddu er staðfest að í Rúnum hafi menn skipað Ú í þar sem Latínumenn skipuðu A. Ég tel að þeir hafi átt við að Ú hafi verið fyrst úr.  Samanber árann Búr'a.

Ég tel að þeir sem hafi sett saman eða fundið upp Íslenska hljóðmálsmyndargrunn sem vísað er í með rúnum, hafi byggt hann eftir að hafa valið sér hljóðin í hann, það er úthlutað hljóðum röðun eftir myndunarstað [eðli] [í barka og munni] þess vegna er það á þeim tíma samkomulag hvað kemur fyrst og síðast þegar hann er kenndur síðar tíma nemendum. 

Enda segir Snorra Edda að hver þjóð riti sitt mál [hljóðmyndir]  með sínum stöfum [letri]. Þegar við segjum eín ritum við ein en sama merking er rituð een í Hollensku og borin eins fram. 

Í arabísku er öll 3 sérhljóðin geymd í alleff : l. Mig grunar þess vegna að ÍSS= l í rúnum hafi verið Í ESS og geymt i,í og eí, og e [og joð]. Litið ofan á sívalning má sjá o og punkt.

Au er notað í Latínu fyrir langt o svo rita þeir Oralíus: Auralius. orr er ritað or.

Sá sem hefur skilning á úll skilur hvað ættartréð Júlía stendur fyrir.

yulle, jól, jull, no'ell, hafa örugglega svipaðar merkingar þótt ritað mismunandi letri og borin fram mismunandi hljóðum.

Hljóðin [sounds] eru grunnur Íslenskunnar  en leturmyndir í Kínversku t.d.

Breiðhljóð og grönn [undirhljóð] í Íslensku til samanburðar eru. Eí [ei]/e, Uu [ú]/u, Öí [au]/ö, Aá[Á]/a, Oú[Ó]/o, Ii[Í]/i.

12 vel heyranleg sérhljóð miðað við 5 í Latínu.

Aí [Æ] var sagt tekið inn vegna hljóðfegurðar í rúnum en ekki til breyta merkingu: þess vegna hljóta önnur sérhljóð að hafa haft merkingu.

Y er sagt hafa komið síðast inn í rúnir, þess vegna má nefna það í Ný að mínu mat.  

ü mun notað oft fyrir u í þýsku. u nota þeir hinsvegar fyrir ú.

Ég trúi þeirri staðhæfingu sem íað er að í Snorra Eddu bindi II, að krafa við kristnitöku hafi verið að laga þjóðarmálið að latínu stöfum, og þar með líka gefa upp á bátinn mörg hljóð sem má segja óguðleg eða af úlfa ætt t.d.: aú´=á, oú=ó. 

Nútíma menn segja því fleiri mismunandi málhljóð því meiri greind. Formenn sögð því fleiri því fljótar talað=hugsað.

A'í er sagt hreinn tvíhljóði í latínu: og breyta merkingu þannig að eftir skiptingu færa myndin með æ  sértækari merkingu. Kassar er því forveri eða eða orðsifja rót: Ka'íssar.

Ég álít Biblíuna vera líkingar og innrætingar mál frekar en smámunalega nákvæma hlutlausa staðreynda skráningar lista.

Ég trúi því ekki að hægt hafi verið að troða 7 nýjum sérhljóðum inn í Íslensku eftir  1250 nema að það hafi  einhverntíma verið skráð í annála.

Ég hjó það að ISR'A hefði Jésum heitið á móðurmálinu. Hesús kalla fjölmargir frelsarann.

Júlíus Björnsson, 3.1.2011 kl. 23:04

25 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nei Jón, ekki er um hljóðfirringarmynd að ræða. Heitið er dregið af raunverulegum hjólum, sem vissulega hafa tengsl við árstíðahringinn. Nú segi ég ekki meira að sinni.

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.1.2011 kl. 23:48

26 Smámynd: Jens Guð

  Eins og fleiri guðir í ásatrú hefur Óðinn fleiri nöfn.  Eitt þeirra er Jólnir.  Hinsvegar veit ég ekki hvort það nafn var dregið af jólum eða hvort jól voru nefnd eftir honum.

Jens Guð, 4.1.2011 kl. 00:07

27 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Jón

Þetta eru um margt skemmtilegar pælingar og margir sem leggja merkilegt til. Ýmislegt er líka misvísandi, t.d. segir Júlíus að tímatal okkar hafi byrjað árið 0!

Sólstöður að vetri voru væntanlega haldnar hátíðlega meðal norðlægra þjóða frá upphafi alda. Eitt allra besta dæmið hér um er Newgrange "grafhýsið" mikla á Írlandi, um 5000 ára gamalt, en þar skín sól inn eftir 20 metra löngum skriðgangi akkúrat á vetrarsólstöðum.

Við gildistöku júlíanska tímatalsins (nafnið Júlíus er ævafornt í rómverskum heimildum, kemur t.d. fyrir í goðsögninni um Rómulus og Remus og í áletrunum tengdum Alba Longa - trúlega dregið af Jovilius = barn (afkomandi) Júpíters) - en við gildistöku Júlíanska tímatalsins voru sólstöður trúlega miðaðar við 31. desember. Vegna mistaka töldu menn síðan hlaupár þriðja hvert ár sem skekkti dagatalið mjög hratt.

(Wikipeda greinar um sólarár og júlíanska tímatalið eru mjög góðar heimildur).

Ágústus leiðrétti hlaupársskekkjuna yfir í það sem upphaflega var til ætlast, þ.e. 4. hvert ár, og leiðrétti víst að einhverju leyti þá skekkju sem komin var í dagatalið á fyrstu 50 árunum.

Til er dagatal í fornu handriti frá 354 e.o.t. (sjá "Chronography of 354" á Wikipedia) þar sem 25. desember er talinn fæðingardagur Sol Invictus. Annars staðar í sama handriti er nefnt að Jesú hafi fæðst sama dag. Þetta er á tímum Niceu-þingsins fyrsta og þá er talið að sólstöður hafi fallið á 21. desember. Trúlega hafa menn þó talið að 25. (eða nóttin milli 24. og 25.) væru sólstöður, eða lengsta nótt ársins, og gæti það vel hafa átt við eftir leiðréttingu Ágústusar 300 árum áður.

Það er ekkert dularfullt við að kristnir hafi valið sólstöður sem fæðingardag Jesú, þótt þess sé hvergi getið í ritningu. Jesú líkir sjálfum sér við sólina oftar en einu sinni og frumkristin tengsl við Sol Invictus er nokkuð gegnumgangandi, t.d. í vali á sunnudegi sem hvíldardegi og að nota geislabaug, tákn sólarinnar (og einkennistákn Sol Invictus á myndum).

Varðandi uppruna orðsins Jól þá er ljóst að það er mjög gamalt, en elstu rituðu heimildir eru frá upphafi miðalda. Enski munkurinn Bede ritar um 730 að "geola" sé germanskur mánuður sem falli í desember/janúar. Gotneskt handrit frá 4. öld hefur þá skýringu á Nóvember að það sé "fruma Jiuleis" eða "jólamánuður". Þarna virðist orðið vera notað yfir fleiri en einn mánuð, hugsanlega vetrarmánuðina alla?

Sjálfum þykir mér ekki óhugsandi að orðið tengist orðinu "hola", "cava" á latínu, "hollow" á ensku. Stjörnufræðingur getur, án nútíma tækni, fylgst með stöðu sólar í hádegisstað dag frá degi. Þá kemur í ljós að sól lækkar á lofti þar til hún virðist staðnæmast í nokkra daga (3 - 5 daga eða lengur eftir nákvæmni athugana). Hún hættir að lækka á lofti, en hnikar sig engu að síður til vesturs dag frá degi. Sólin er í lægð, hún er "dáin" en lifnar svo aftur að nokkrum dögum liðnum.

Hugmyndin um hellaferð, vegferð neðan jarðar, er algeng (t.d. í Töfraflautunni) og ef við horfum til guðspjallanna þá er Jesú grafinn í helli/holu, hann er "dáinn" í 3 nætur og hann rís upp með sólu á 3. degi.

Á latínu er "caveole" sama og "hola", og þaðan er orðið "gaol" í ensku komið (oftast skrifað "jail" nútíldags).

En ætli við komumst nokkurn tímann að "sannleikanum" í þessum efnum? Varla, en pælingar eru skemmtilegar!

Brynjólfur Þorvarðsson, 4.1.2011 kl. 08:06

28 identicon

Sæll Jón og síðugestir.

Þetta eru fróðlegar umræður.Í safnritinu Jólavaka, sem Jóhannes úr Kötlum tók saman og var gefin út árið 1945 er grein eftir Guðmund Friðjónsson, sem heitir Jól og heiðni og er að hluta til útdráttur úr bók eftir Pál Vídalín lögmann í Víðidalstungu.

Bók þessi heitir: Skýringar yfir fornyrði lögbókar. Páll var dóttursonur Arngríms lærða og var mikill spekingur.

Páll áleit að orðið jól merkti ríkuleg veisla. Hann vitnar í fornan skáldskap og Snorra-Eddu máli sínu til stuðnings. Mér sýnast röksemdir Páls fyrir þessari skoðun mjög sannfærandi og raunar miklu sennilegri en margar tilgátur sem uppi hafa verið.

Legg til að áhugamenn um þetta lesi greinina í Jólavöku. Bókin ætti að vera til á bókasöfnum.

       Þorvaldur Ágústsson.

Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 21:14

29 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vil þakka ykkur öllum sem hafið lagt ykkar til að koma betri skikk á hvaðan orðið jól er komið og hvað það merkir.  Kærar þakkir fyrir þessar gagnlegu umræður og athugasemdir. Ég er margs vísari.

Jón Magnússon, 6.1.2011 kl. 12:59

30 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað segja fornmenn um merkingar orðs eða orða? Þau get merkt margt. Þannig merkir Jól fagnað þá við tölum um Jólafagnað. Fer vel á því. Hinsvegar sækjast menn ekki eftir áhættu og kallast það barbarismus í málinu að tengja saman áhættu og sækni samanber áhættusækni. Hinsvegar gætu hinsvegar sumir sérlægi í yngri kantinum sækjast eftir áhættu, og þá það er úr hófi, mætti tengja saman áhættusýki, áhættufíkn.   Málrofið var upphaf siðspillingar Grikkja að mati  margar fornra skálda.

Leturstafur há var notaður fyrir ettu [eða eítu] í Grísku, mun Plató hafa sótt þá útgáfu til Egypta. Þóroddur rúnameistari í annari ritgerð um stafrofið: Snorra Eddu bindi II sýnir fram á að Plató Grikkir hafi ekki haft , i, í, eí og e á hreinu.

h er hljóðlaus táknstafur í Latínu.  Í fyrirsetningum [hjá Snorra] > forsetningum    þá táknar hann þessi hér nálægt mér: Hic: "iík" og það hjá mér hoc: "ook". Hinsvegar táknar iste þann nálægt þér [2.persónu], og ille þann nálægt honum  [3.persónu].

Donatus kenndur frá 300 til siðskipta telur persónufornöfnin jeg og þú hafa 3 kyn undir grímunum: persónum. Þess vegna mun eitt heiti Óðins vera Grímur.   

Ég er sammála Norðmanninum Magnús Ólsen eða deili ímyndunarafli hans, þegar hann telur forfeður sína á norður meginlandinu hafa sótt mikið af hráefni til orðasmíða frá forn Rómverjum.  Ég tek öllu með fyrirvara sem síðari tíma menn hafa eftir pólitískum sagnariturum Rómverja.

Í fornu rímkvæði vísar Óðinn í HJÁLP. Ég tel að H, J og L og P  geti allir verið til hjálpar málsmiðum eða skáldum.

h er sagður enginn stafur í sjálfum sér og hafi engan höfuðstaf: þess vegna mun leturmyndin H ekki alveg rétt. 

Kallast hagall í rúnum, sem ég skil í samræmi við notkun hans í ýmsum málum að haga megi honum að hentisemi við ritun hljóða sem ekki eru latnesk að uppruna.   

Að há merki sennilega að spyrja má, hvernig má vera, hjól er þá heimfærð merking af jól til hjálpar þeim sem heygir sér orð.

Donatus kennir að það sem Snorra EDDA kallar orð eða Mál kallist í Latínu figurae eða myndir [samanber frönsku áhersluna; til að finna út: figure out á ensku].   

Jóln-ir eru því tvær myndir til að finna út, til að skilja samhengið sem þær marka. 

Ég er alveg sannfærður um að allar rúnamyndir í orði hafi merkingar það er að hver rún er mynd í sjálfum sér. Rún skilgreind í þrennu: mynd, nafn og hljóð af Ólafi hvítskáldi, í líkingu við latínu stafi: rúnnuðu rúnirnar: daufari myndir.  

Fyrst er orð [eða orð eru alls fyrst] t.d. ól þá er "í ól" sem gefur jól: sem er minni merking, minna samhengi en ekki meiri en ól. Hjól er nákvæmari merking.

LP er samlímingur ll og pp sem hafa fullan mátt og halda báðir afli sínu í samlímingunni. [hálffullir l og p]  Forskrift er að rita frekar lp en llpp. Hinir hálffullu límast ekki.

Ólafur hvítaskáld segir umfjöllum um alla samlíminga vera efni í mörg rit; um þetta er ekkert fjallað í síðari tíma málvísinda fræðum eftir siðaskipti.

Það er greinlegt að fornmenn hafa tínt saman merkingar rúna þegar þær voru hljóðaðar.  Málstafur kallast Rúnar í gefnu dæmi Snorra Eddu. Allar rúnir hefjast að sérhljóði og því hlýtur það vera fyrsta rót, hver merking er mest abstrakt, eða ekkert samhljóð verður fram borið nema fyrir sérhljóðið: ell epp > leppur. 

Ég er að lesa frumtexta Donatusar í augnblikinu. 

Ég tel "persona" vera rótmerkingu "fyrirsjónir". En persóna meinast úr edrúsku það er grímu merkingin.

Donatus notar þetta orðið hinsvegar eins og um grímu sé að ræða í textanum. T.d. getur 3. persóna skipt um sál í sama riti oft og mörgum sinnum. Eskjan er ekki aðalatriðið heldur því sem í henni býr eða tengist: Mann. 

Júlíus Björnsson, 6.1.2011 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 2236
  • Frá upphafi: 2296173

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2068
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband