Leita í fréttum mbl.is

Samsæriskenningar og staðreyndir

Þegar ákvarðanir eru teknar og þeir sem hlut eiga að máli eða hagsmuna  að gæta er ekki gefinn kostur á að gæta hagsmuna sinna þá er réttur brotinn á þeim einstaklingi. Þess vegna stenst ekki  málatilbúnaður innanríkisráðherra, að réttur hafi ekki verið brotinn á neinum við framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings. Réttur var því brotinn á öllum frambjóðendum til sjórnlagaþings. Talning fór ekki fram opinberlega og frambjóðendur áttu þess ekki kost að gæta hagsmuna sinna.

Taka verður með í reikninginn að vafaatkvæði voru gríðarlega mörg og við mat á þeim gat skipt máli að gæslumenn hagsmuna frambjóðenda gætu komið sjónarmiðum sínum að varðandi mat á þeim og gildi. Þessi réttur var brotinn á frambjóðendum.

Ákvörðun Landskjörstjórnar að víkja frá reglum kosningalaga hvað varðar þennan ótvíræða rétt frambjóðenda sýnist mér vega þyngst þegar Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings.

Þegar frambjóðandi hefur ekki haft möguleika á að gæta hagsmuna sinna svo sem hann á rétt á og vafaatkvæði og úrskurðaratriði skipta þúsundum þá er ekki hægt að halda því fram að réttur hafi ekki verið brotinn á einum eða neinum. Réttur var brotinn á öllum frambjóðendum. Það er aðalatriðið í málinu.

Verðlaunablaðamaðurinn Jóhann Hauksson sem hefur komið með fleiri samsæriskenningar og oftar hallað réttu máli en góðu hófi gegnir er búinn að finna út eitt allsherjarsamsæri Hæstaréttar í skrifum sínum í DV í dag og lætur að því liggja að hagsmuna- vina og fjölskyldutengsl ráði niðurstöðunni í þessu máli. Semsagt að Hæstiréttur hafi hallað réttu máli að því er virðist vegna þess að hagsmunirnir voru svo miklir.

Þarna er líka höfð uppi rakalaus og röng orðræða. Í fyrsta lagi voru hagsmunirnir nánast engir vegna þess að stjórnlagaþingið hafði engin völd. Í öðru lagi þá snérist úrlausnarefni Hæstaréttar ekki um fiskveiðistjórnina eða náttúruauðlindir heldur ákvæði kosningalaga. Í þriðja lagi þá er ekki á það sýnt fram á með lagalegum rökum að niðurstaða Hæstaréttar hafi verið röng.  Það er þó mergurinn málsins í þessu máli.

Niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir og hún verður ekki véfengd,  þannig að viðfangsefnið er að bregðast við. Það gera menn í lýðræðislegu þjóðfélagi með því að kjósa aftur og gæta þá að grundvallarréttindum frambjóðenda, hvers eins og einasta, annað gengur ekki í lýðfrjálsu landi.

Alþingi væri sómi að því að taka sem fyrst ákvörðun um nýjar kosningar eða þá að setja stjórnlagaþingsmálið í annan farveg.

Forsætisráðherra hefði boðað formenn allra stjórnmálaflokka til fundar við sig í stjórnarráðinu á miðvikudagskvöldið ef hún hefði verið vandanum vaxin,  til að freista þess að ná samkomulagi um framhald málsins og klára það í gær, í stað þess að Alþingi skyldi efna til  makalausrar umræðu um ekki neitt í gær. Svo virðist sem þjóðinni  hafi verið megn skapraun að þeim málflutningi sem þar var hafður uppi.


Bloggfærslur 28. janúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 28
  • Sl. sólarhring: 794
  • Sl. viku: 2684
  • Frá upphafi: 2563486

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 2495
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband