Leita í fréttum mbl.is

Burt međ lýđrćđiđ og réttarríkiđ.

Eiríkur Bergmann kennari hefur ásamt félögum sínum í háskólasamfélagi Samfylkingarinnar kynnt, ađ Alţingi eigi ađ velja ţau 25 sem sest hefđu á stjórnlagaţing vćri kosningin ekki ógild, til ađ semja nýja stjórnarskrá og gefa ţeim auknar valdheimildir.  

Hvađ myndum viđ segja um stjórn Hvíta Rússlands ef ćđsti dómstóll ríkisins ógilti kosningu, en ţingiđ löggilti kosninguna síđan.  Ţađ yrđi taliđ  dćmi um stjórnarhćtti í einrćđis- eđa flokksstjórnarríkis.  Gildir annađ hér á landi?  Vinir Eiríks og félaga á Evrópuţinginu í Strassbourg mundu fordćma slíkt virđingarleysi viđ lýđrćđiđ, ef Alţingi samţykkti ţessa dćmalausu tillögu Eiríks og háskólaspekinganna?

Ţessi tillaga sem Eiríkur segir ađ ţau sem ćtluđu sér ađ setjast á stjórnlagaţing séu sammála er andlýđrćđisleg miđađ viđ ţćr ađstćđur sem eru fyrir hendi. Vilji Alţingi áfram hafa sérstakt stjórnlagaţing, ţá verđur ađ fara ađ reglum lýđrćđisţjóđfélagsins og réttarríkisins.  Ţá  verđur ađ kjósa aftur. Helst án afskipta Samfylkingarspekinga í  verkfrćđi- og félagsfrćđideild Háskóla Íslands, ţannig ađ kosningar geti fariđ fram á forsendum kjósenda um fólk en ekki tölur.

Eiríkur Bergmann og skólaspekingar Samfylkingarinnar virđast ekki  enn átta sig á ađ kosningin var ógilt. Ţess vegna eru fundir 25 menninganna, sjónarmiđ og ályktanir jafn mikilvćgar og merkilegar og fundir í Bjórbindindisfélagi kvenna norđan Helkunduheiđar. Međ fullri virđingu fyrir ţví félagi.

Háskólaspekingar Samfylkingarinnar sem hertóku undirbúning kosninga til  stjórnlagaţings, hönnuđu kosningareglur og buđu sig síđan fram og náđu góđum árangri vegna afskiptaleysis almennings, vilja nú síst af öllu ađ lýđrćđislegar kosningar fari fram á nýjan leik hvađ ţá heldur ađ sá ađili sem á ađ sinna ţessu verkefni samkvćmt stjórnskipun lýđveldisins, geri ţađ.


Bloggfćrslur 29. janúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 796
  • Sl. viku: 2662
  • Frá upphafi: 2563464

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2475
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband