Leita í fréttum mbl.is

Tjáningarfrelsi Birgittu og ábyrgð.

Á sama hátt og Birgitta Jónsdóttir alþingismaður nýtur allra stjórnarskrárvarinna mannréttinda, þá ber hún líka ábyrgð samkvæmt íslenskum lögum. Hún ber hins vegar ekki ábyrgð samkvæmt bandarískum lögum og Bandaríkin hafa enga lögsögu yfir henni frekar en mér eða öðrum íslenskum ríkisborgurum. Þessir hlutir ættu að vera á hreinu hjá Birgittu, Össuri og Ögmundi.

Nú reynir á hvort að Bandaríkin fái aðgang að Twitter síðu Birgittu eins og þau hafa krafist, en þeir sem að þeim vef standa hafa greinilega tekið hárrétta ákvörðun um að Bandaríkin verði þá að sækja það mál fyrir réttum dómstólum. Í því sambandi er spurningin hver er réttur dómstóll í því sambandi. Er það dómstóllinn þar sem Twitter er vistað eða er það þar viðkomandi einstaklingur býr, Birgitta í þessu tilviki. Ég tel að þegar um alþjóðlegan vef er að ræða þá gildi lög heimaríkis notanda um málið nema annað sé ákveðið í skilmálum sem gilda um vefinn og viðkomandi notandi samþykkir. Hafi Birgitta ekki samþykkt neitt í því sambandi þá sýnist mér bandarískur dómstóll ekki bær um að dæma um það hvort veita skuli ríkisstjórn Bandaríkjanna aðgang að persónulegum færslum Birgittu.

Allt er þetta mál vandræðalegt fyrir Bandaríkin. Ef til vill muna fáir eftir Daniel Ellsberg málinu og Pentagon skjölunum, en þar var m.a. upplýst að Lyndon B. Johnson forseti og ýmsir fleiri höfðu ítrekað sagt Bandaríkjaþingi ósatt. Ellsberg komst yfir þessi skjöl sín með því að brjóta trúnað sem starfsmaður í Pentagon, en þau Birgitta og Julian Assange hafa ekki brotið slíkan trúnað eftir því sem ég best veit. 

Þetta mál er því miður allt hið versta mál fyrir Bandaríkin hvað svo sem má segja um Wikileaks, Birgittu eða Julian Assange.  Þar í landi hefðu menn átt að gera sér grein fyrir að að þeir þurfa að vinna á heimavígstöðvum en ekki gagnvart þeim sem þeir hafa ekkert með að gera.


Bloggfærslur 8. janúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 27
  • Sl. sólarhring: 793
  • Sl. viku: 2683
  • Frá upphafi: 2563485

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 2494
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband