Leita í fréttum mbl.is

Tjáningarfrelsi Birgittu og ábyrgð.

Á sama hátt og Birgitta Jónsdóttir alþingismaður nýtur allra stjórnarskrárvarinna mannréttinda, þá ber hún líka ábyrgð samkvæmt íslenskum lögum. Hún ber hins vegar ekki ábyrgð samkvæmt bandarískum lögum og Bandaríkin hafa enga lögsögu yfir henni frekar en mér eða öðrum íslenskum ríkisborgurum. Þessir hlutir ættu að vera á hreinu hjá Birgittu, Össuri og Ögmundi.

Nú reynir á hvort að Bandaríkin fái aðgang að Twitter síðu Birgittu eins og þau hafa krafist, en þeir sem að þeim vef standa hafa greinilega tekið hárrétta ákvörðun um að Bandaríkin verði þá að sækja það mál fyrir réttum dómstólum. Í því sambandi er spurningin hver er réttur dómstóll í því sambandi. Er það dómstóllinn þar sem Twitter er vistað eða er það þar viðkomandi einstaklingur býr, Birgitta í þessu tilviki. Ég tel að þegar um alþjóðlegan vef er að ræða þá gildi lög heimaríkis notanda um málið nema annað sé ákveðið í skilmálum sem gilda um vefinn og viðkomandi notandi samþykkir. Hafi Birgitta ekki samþykkt neitt í því sambandi þá sýnist mér bandarískur dómstóll ekki bær um að dæma um það hvort veita skuli ríkisstjórn Bandaríkjanna aðgang að persónulegum færslum Birgittu.

Allt er þetta mál vandræðalegt fyrir Bandaríkin. Ef til vill muna fáir eftir Daniel Ellsberg málinu og Pentagon skjölunum, en þar var m.a. upplýst að Lyndon B. Johnson forseti og ýmsir fleiri höfðu ítrekað sagt Bandaríkjaþingi ósatt. Ellsberg komst yfir þessi skjöl sín með því að brjóta trúnað sem starfsmaður í Pentagon, en þau Birgitta og Julian Assange hafa ekki brotið slíkan trúnað eftir því sem ég best veit. 

Þetta mál er því miður allt hið versta mál fyrir Bandaríkin hvað svo sem má segja um Wikileaks, Birgittu eða Julian Assange.  Þar í landi hefðu menn átt að gera sér grein fyrir að að þeir þurfa að vinna á heimavígstöðvum en ekki gagnvart þeim sem þeir hafa ekkert með að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hárrétt greint hjá þér Jón.

Steingrímur Helgason, 9.1.2011 kl. 01:48

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fagmannlega skrifað hjá þér, nafni.

"Nú reynir á hvort Bandaríkin fái aðgang að Twitter-síðu Birgittu, eins og þau hafa krafizt, en þeir sem að þeim vef standa hafa greinilega tekið hárrétta ákvörðun um að Bandaríkin verði þá að sækja það mál fyrir réttum dómstólum."

Takið eftir hliðstæðu þessa litla/stóra máls við Icesave-málið. Tvö gömul nýlenduveldi, Bretland og Holland, telja íslenzka ríkið og allan almenning á þessu skeri skulda sér ótrúlegar fjárhæðir vegna einhvers einkabanka. En í stað þess að taka þá hárréttu ákvörðun að sækja það mál fyrir réttum dómstólum – hér á landi, vitaskuld, í varnarþingi lýðveldisins – þá kusu þau enn einu sinni lúalegasta bragðið sem hugsazt gat: að leita uppi veslinga við völd, sem liðsinnt gætu þeim við að mergsjúga þessa blessuðu þjóð með rangindum.

Þið, sem þolið ekki þá rangsleitni, ættuð að fara inn á bloggsíðu Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave og helzt að gerast félagar í samtökunum, ásamt þeim 80 hugsjónarmönnum sem fyrir eru. Það vill svo til, að við erum að berjast fyrir ykkur, börn ykkar og barnabörn líka! (greiðslur af gerviskuldinni yrðu til 2048!).

Jón Valur Jensson, 9.1.2011 kl. 07:55

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Steingrímur.

Jón Magnússon, 9.1.2011 kl. 10:13

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Jón Valur. Já vissulega eru hliðstæður í þessu máli við Icesave.

Jón Magnússon, 9.1.2011 kl. 10:15

5 identicon

Góð greining.

En, er ekki þarna komið mál sem er akkúrat þannig vaxið að það er endalaust hægt að þrátta um fyrir hvaða dómstól málið skuli rekið?

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 13:23

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Góðann daginn, gleðilegt ár Jón og takk fyrir margar góðar færslur á liðnu ári.  

Varðandi efnið. Er það ekki svo að þegar notendur ýta á ACCEPT eftir að hafa lesið skilmálana að þá eru þeir búnir að samþykkja lagalega "terms" fyrir þjónustunni. Þegar maður er ekki borgandi viðskiptavinur, getur varla verið um mikil réttindi að ræða.

En hvað veit ég . . .

Kveðjur 

Controlling Law and Jurisdiction

These Terms and any action related thereto will be governed by the laws of the State of California without regard to or application of its conflict of law provisions or your state or country of residence. All claims, legal proceedings or litigation arising in connection with the Services will be brought solely in San Francisco County, California, and you consent to the jurisdiction of and venue in such courts and waive any objection as to inconvenient forum. If you are accepting these Terms on behalf of a United States federal government entity that is legally unable to accept the controlling law, jurisdiction or venue clauses above, then those clauses do not apply to you but instead these Terms and any action related thereto will be will be governed by the laws of the United States of America (without reference to conflict of laws) and, in the absence of federal law and to the extent permitted under federal law, the laws of the State of California (excluding choice of law).

Gunnar Rögnvaldsson, 9.1.2011 kl. 16:01

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Auðvitað á málið að fara sinn eðlilega farveg fyrir dómstóli, sem sker úr því hvort bandar. stjv. hafi rétt á þeim gögnum.

Það má jafnvel halda því fram, að WikiLeaks hafi gert þeim greiða, með því að sýna þeim fram á veikleika þeirra eigin kerfis, sem sé um að meðhöndla upplýsingar. En, fyrst þetta lak, hvað annað gerði það til - til muna skaðlegri aðila fyrir bandar. hagsmuni?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2011 kl. 22:28

8 Smámynd: Jón Magnússon

Nei ég held að það liggi fyrir Guðmundur. Spurning um hvaða skilmálar gilda á þessum Twitter vef og ég held að Gunnar Rögnvaldsson sem er með athugasemd sem ég á eftir að lesa sé með svarið við  því.

Jón Magnússon, 9.1.2011 kl. 23:22

9 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir góða athugasemd og upplýsingar um skilmála Twitter vefsins og þakka sömuleiðis margar góðar greinar á liðnu ári. Þá liggur það fyrir að Birgitta hefur samþykkt að lög Kaliforníufylkis í Banaríkjunum gildi um Twitter færslur hennar og málið skuli tekið fyrir í bæjarréttinum í San Fransisco. Það er greinilega það sem hún skrifar undir þegar hún samþykkir að vera Twitter notandi. Hvað kemur þá Ögmundi og Össuri þetta við. Ætlast Birgitta til að það gildi um hana aðrar reglur en annað fólk af því að hún er þingmaður?

Þakka þér aftur fyrir þessar mikilvægu upplýsingar Gunnar.

Jón Magnússon, 9.1.2011 kl. 23:26

10 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Einar Björn. Þó að mér finnist að Wikileaks hafi farið nokkuð gáleysislega á stundum og hefðu mátt vinna málin betur en margar upplýsingar þeirra hafa verið nauðsynlegar í umræðuna og upplýst heiminn um hluti sem því miður eru hreint út sagt svo notuð séu orð þingkonunnar Birgittu "ógeðslegir"

Jón Magnússon, 9.1.2011 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 109
  • Sl. sólarhring: 144
  • Sl. viku: 4292
  • Frá upphafi: 2296082

Annað

  • Innlit í dag: 99
  • Innlit sl. viku: 3931
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband