Leita í fréttum mbl.is

Hver ber ábyrgð á eignabruna sparisjóðanna?

Steingrímur J. Sigfússon hefur  haldið málefnum sparisjóðanna í gíslingu lengur en góðu hófi gegnir. Á þeim tíma hafa eignir þeirra rýrnað og kostnaður og ábyrgðir ríkisins aukist. 

Sparisjóður Keflavíkur fékk að starfa á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu í 1 ár fram í apríl 2010, en það er einungis heimilt ef líklegt er talið að eigið fé hans verði jákvætt.  Þá var starfseminni skipt í nýja og gamla sparisjóðinn og áfram töpuðust fjármunir.  Þessar ákvarðanir voru augljóslega rangar og Steingrímur J. Sigfússon ber höfuðábyrgð á því, en Bankasýsla ríkisins ber líka ábyrgð á þessari vitleysu.  Ár  leið án aðgerða og stefnumótunar.

 Á þessum tíma hafa milljarðar brunnið á kostnað þjóðarinnar.  Loksins þegar allt er komið í þrot og fyrir liggur að kostnaðurinn vegna stefnuleysis Steingríms er ríkinu ofviða er gripið til þess ráðs sem allan tímann lá fyrir að var skynsamlegast, að sameina Sparisjóðinn í Keflavík Landsbankanum. Þar með er 9. fjármálafyirtækið fallið í tíð núverandi ríkisstjórnar.

Skrýtið að sú staðreynd skuli fara framhjá ríkisfjölmiðlunum.

Enn heldur Bankasýsla ríkisins utan um fjárhag nokkurra sparisjóða sem reynt er að halda lífinu í. Engin stefnumörkun liggur fyrir varðandi þá, þrátt fyrir að strax á árinu 2009 mátti vera ljóst að heppilegast væri að fela einhverjum af stóru bönkunum þremur að taka yfir sparisjóðina í því skyni að takmarka tjón ríkisins og til að byggja upp öflugara fjármálakerfi.

Hvað töpuðust margir milljarðar á þessum tíma vegna stefnuleysis?


Bloggfærslur 5. mars 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 190
  • Sl. sólarhring: 676
  • Sl. viku: 2846
  • Frá upphafi: 2563648

Annað

  • Innlit í dag: 177
  • Innlit sl. viku: 2648
  • Gestir í dag: 175
  • IP-tölur í dag: 172

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband