Leita í fréttum mbl.is

Kínverjar koma Evrunni til hjálpar

Forsætisráðherra Kína, Wen Jiobao sagði í gær á fundi með forsætisráðherra Ungverjalands, sem situr í forsæti Evrópusambandsins, að Kínverjar ætluðu að kaupa Evruskuldabréf fyrir billjónir Evra til að styrkja Evruna. Af hverju kaupa Kínverjar haug af Evrum  þegar Evran er í vanda? 

Vesturlandabúar nútímans hugsa um daginn í dag og telja það fyrirsjáanlega framtíð. Á meðan hugsa Kínverjar í áratugum og öldum sem fyrirsjáanlega framtíð.

Kínverjar eiga svo mikið af ríkisskuldabréfum Bandaríkjanna að þeir geta ráðið gengi Bandaríkjadalsins.  Það sama gerist með Evruna ef þeir fylla geymslunni sína með Evrum.  Á meðan halda þeir gengi gjaldmiðils síns niðri af miklum krafti og tryggja þannig flutning milljóna framleiðslustarfa frá Evrópu og Bandaríkjunum til Kína.

Stjórnmálamenn á Vesturlöndum hafa leyft fjármagnseigendum að móta hugmyndafræði um flutninga framleiðslufyrirtækja frá Vesturlöndum  til ríkja sem greiða verkafólki  brot af því sem greitt er á Vesturlöndum. Þetta hefur verið kallað að vinna að ódýru vöruverði fyrir neytendur en það er gert með því að svipta stóran hóp neytenda vinnunni og kaupmættinum.

Er ekki þörf á breyttum hugsunarhætti?  Er ekki kominn tími til að hugsa um heildarhagsmuni fólksins þó það verði á kostnað fjármagnseigenda og pappírsbaróna?


Bloggfærslur 27. júní 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 44
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 2176
  • Frá upphafi: 2563790

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 2019
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband