Leita í fréttum mbl.is

Einræði meirihlutans

Stjórnlagaráð skilaði tillögum sínum til Alþingis. Þar á bæ hreyktust menn af því að hafa allir greitt atkvæði með tillögunum jafnvel þó engin sem sat í ráðinu væri sammála öllum tillögunum.

Talsmenn stjórnlagaráðsins töldu þetta merki um ný og betri vinnubrögð í pólitík að banna minnihlutaálit og skoðanir en sameinast um einræði meirihlutans. Þetta er rangt.

Þessi hugsun stjórnlagaráðs samræmist ekki viðhorfum lýðræðissinna og hugsjónamanna sem telja nauðsynlegt lýðræðinu og hugsjóninni að menn standi á sínum skoðunum hversu margir sem eru með eða á móti.  Stjórnlagaprófessorinn og forsætisráðherra fyrrverandi Dr. Gunnars Thoroddsen benti á í þessu sambandi  að minnihluti í dag gæti orðið meiri hluti á morgun í lýðræðisríki.

Stjórnlagaráðið  misskildi  hlutverk sitt sem ráðgefandi nefndar um stjórnsýslumálefni. Eðlilegt hefði verið að skila inn tillögum meirihluta og minnihluta til að Alþingi sem fær álitið til skoðunar og úrvinnslu áttaði sig á hugmyndum og  sjónarmiðum sem bærðust með ráðsliðum. 

Hver skyldi hafa fundið upp á því í stjórnlagaráðinu að framkvæma hugmyndir alræðishyggjunnar um einræði meirihlutans en víkja frá hugmyndum og hugsjónum lýðræðisins um virðingu fyrir öllum skoðunum og rétti fólks til að halda þeim fram? 

Herhvöt lýðræðisins og frelsisins var e.t.v. hvergi orðuð jafnvel og hjá franska heimspekingnum og skáldinu Voltaire þegar hann sagði "Ég fyrirlít skoðanir þínar en ég er tilbúinn til að fórna lífi mínu til að þú fáir að halda þeim fram."  

Stjórnlagaráðið var annarrar skoðunar en Voltaire.


Bloggfærslur 12. ágúst 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 30
  • Sl. sólarhring: 618
  • Sl. viku: 2406
  • Frá upphafi: 2564370

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 2244
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband