Leita í fréttum mbl.is

Eru það ekki efnahagsmálin sem skipta mestu?

Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun. Undanfarið höfum við fengið fréttir af því í ríkisfjölmiðlinum, að forseti Bandaríkjanna sé svo óvinsæll, að ætla megi að flokkur hans muni bíða afhroð í kosningunum og tapa meirihluta sínum í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings. 

Hvað svo sem líður vinsældum eða óvinsældum Donald Trump, þá getur hann státað af hlutum, sem flestir stjórnmálamenn í heiminum mundu fegnir gefa mikið fyrir að geta. 

Efnahagslífið í Bandaríkjunum er í blóma. Skattalækkanirnar sem Trump stóð fyrir virðast hafa skilað sér. Atvinnuleysi er minna en nokkru sinni fyrr síðustu 50 árin. Það hefur dregið úr fátækt. Laun hækka hraðar en þau hafa gert síðasta áratuginn. Þessi atriði skipta miklu máli sbr. vígorð Bill Clinton á sínum tíma "It´s the economy" sem skiptir öllu máli.

Skoðanakannanir sýna að meirihluti kjósenda þakkar Trump hversu vel gengur í efnahagslífinu, en spurning er hvort það skilar sér í kosningunum.

Þegar svona vel gengur í efnahagslífinu þá eru samt önnur mál til umræðu í kosningabaráttunni. Engin forseti Bandaríkjanna fyrr eða síðar hefur orðið fyrir jafn óvæginni gagnrýni og Donald Trump. Þá hafa pólitískar nornaveiðar verið í gangi gegn honum frá því áður en hann tók við embætti og sérstakur rannsóknardómari hefur verið settur honum til höfuðs. Allt það fár hefur engu skilað nema útgjöldum fyrir skattgreiðendur.

Eftir aðför Demókrata að Kavanaugh Hæstréttardómara var greinilegt að kjósendum líkaði það ekki og fannst allt of langt gengið. Skoðanakannanir sýndu það ótvírætt. Nú er hins vegar spurning hvort Trump geldur fyrir nokkra sturlaða menn sem hafa framið hryðjuverk í Bandaríkjunum eða reynt það síðustu vikur. Demókratar hafa verið ósparir á að kenna Trump um, þó þessi mál séu honum jafn óviðkomandi og hryðjuverkin í Columbine voru þáverandi Bandaríkjaforseta. 

Miðað við forspá og fréttaflutning Ríkisútvarpsins, þá ættu Repúblikanar að bíða afhroð sem aldrei fyrr í kosningunum á morgun þrátt fyrir frábæran árangur í efnahagsmálum. Fróðlegt verður að fylgjast með þegar talið verður upp úr alvöru kjökössum í Bandaríkjunum. 


Bloggfærslur 5. nóvember 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 2416
  • Frá upphafi: 2298389

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 2250
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband