Leita í fréttum mbl.is

Hverju reiddust goðin?

Fræg eru ummæli Snorra goða, við krisnitökuna á Alþingi árið 1000 þegar tíðindamaður kom flengríðandi á þingstað og sagði að eldgos væri komið upp og stefndi á bæ eins hálfkristins goða. 

Þeir sem vildu hafna hinum nýja sið kristninni höfðu þá uppi hróp og sögðu að þetta sýndi, að hin gömlu goð Óðinn,Þór,Freyr og Njörður væru reiðir yfir þessu tiltæki að ætla að löfesta kristni sem trú í landinu. 

Snorri goði sagði þá að bragði: "Hverju reiddust goðin er hraunið brann, sem nú stöndum við á." Þetta var spaklega mælt og þingheimur áttaði sig á hversu fráleit þessi ætlan Ásatrúarmanna væri þar sem hraun hefðu áður brunnið og runnið víða um land.

Í trúarbrögðum samtímans og umfjöllun, skortir á að menn sjái þau einföldu sannindi sem Snorri goði benti á. 

Í Feneyjum eru mikil flóð þessa dagana og Markúsartorgið er m.a. undir vatni. Borgarstjóri Feneyja kennir loftslagsbreytingum um, þannig að meint hlýnun jarðar valdi flóðunum. Gríðarlegar rigningar hafa verið undanfarið í Feneyjum og vindar blása með þeim hætti, að þeir halda vatninu í borginni. Sjávarborð hefur því hækkað í borginni um 183 sentimetra vegna þessara óvenjulegu aðstæðna. Borgarstjórinn í Feneyjum bregst nú við eins og heiðnir menn á Alþingi forðum, sem nefndu að goðin væru reið.

Staðreyndin er bara sú,að þetta er ekki eindsæmi og sjávarborð hækkaði meira árið 1966 eða um 198 sentimetra fyrir 54 árum. Það var raunar áður en hin svokallaða litla ísöld kom á áttunda áratugnum og löngu áður en þessi nýju trúarbrögð hamfarahlýnunarinnar festu sig í sessi.

En nú dettur engum í hug að segja eins og Snorri goði sagði forðum: Hvað olli þá flóðunum árið 1966. Slík tilvísun er jafnmarkviss röksemd og skýring borgarstjórans, að loftslagsbreytingar valdi flóðunum núna. Snorri goði samtímans veit líka að mælti hann þessi rök skynseminnar þá væri hann annaðhvort settur í poka og honum drekkt eða hann yrði gerður brottrækur úr borginni fyrir loftslagsguðlast.

En það er alltaf von um betri og meiri styrki ef hægt er að tengja hlutinn trúarbrögðum hamfarahlýnunarinnar. 


Bloggfærslur 14. nóvember 2019

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 621
  • Sl. viku: 2959
  • Frá upphafi: 2294578

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 2696
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband