Leita í fréttum mbl.is

Er Sómalía öruggari en London?

Frá því er skýrt í stórblaðinu New York Times í dag að Banadríkjamenn haldi uppi stórfelldum loftárásum á liðsmenn al-Shabaab, sem tengdir eru Al Kaída, sem eru taldir hafa um 7 þúsund vígamenn. Í landinu hefur geisað borgarastyrjöld og vígahópar fara dráps- og ránshendi um landið.

Á sama tíma er frétt í stórblaðinu Daily Telegraph í Englandi, sem segir frá því að foreldrar af sómölskum uppruna, sem flúðu átök í Sómalíu í lok síðustu aldar sendi börn sín, sem eru fædd í Bretlandi til Sómalíu. Hnífaárásir og eiturlyfjagengi er það sem foreldrarnir óttast. Vitnað er í blaðið the Observer sem segir að hundruð barna sem búa í London hafi verið flogið til Sómalíu, Sómalílands og Kenýa.

Athyglisvert að þrátt fyrir slæmt ástand í Sómalíu skuli  foreldrar í London telja öruggara að senda börnin sín þangað, en að hafa þau hjá sér í London.

Minni kynslóð var kennt að London væri ein öruggasta stórborg í heimi. Síðan hafa orðið gríðarlegar lýðfræðilegar breytingar í borginni. Innfæddir Bretar eru þar í minnihluta. Hnífaárásir og morð eru daglegt brauð, en ekki má segja frá því hverjir standa fyrir þessum glæpum vegna pólitísks rétttrúnaðar.

Enska lögreglan sem allir litu upp til í mínu ungdæmi hefur ítrekað sýnt að hún er vanmáttug og setur kíkinn fyrir blinda augað ef hún telur hættu á því að hún verði sökuð um rasisma ef hún tekur á ákveðnum tegundum glæpa. Það virðist heldur betur vera að skila sér í þessari fyrrum frjálslyndu, öruggu og áður helstu höfuðborg heimsins.

Rithöfundurinn og þáttastjórnandinn Mark Steyn sagði einu sinni að það yrði að segja við innflytjendur, sem hingað kæmu, að þeir skyldu varast að reyna að koma á því ástandi í löndunum okkar, sem þeir flýði frá. Í London virðist það samt vera að gerast. Þegar foreldrar telja öruggara fyrir börn sín að alast upp í stríðshrjáðum upprunalöndum sínum þá ættu allir að sjá við erum ekki að gera rétta hluti. 


Bloggfærslur 11. mars 2019

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 67
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 2302
  • Frá upphafi: 2296239

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 2129
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband