Leita í fréttum mbl.is

Fífl

Kristján Berg birtir heilsíðuauglýsingu þar sem hann biðst afsökunar á því að hafa notað orðið "fífl" um mann sem braut rúðu í verslun hans. 

Sérkennilegt. Ekkert má nú segja eða er þetta ný aðferðarfræði við auglýsingar og markaðssetningu. 

Minnir á söguna um manninn, sem hljóp um götur Moskvu og hrópaði "Pútín er fífl, Pútín er fífl".

Hann var handtekinn og ákærður og dæmdur sekur og gert að afplána eins árs fangelsi fyrir að móðga opinberan starfsmann og 19 ára fangelsi fyrir að skýra frá ríkisleyndarmáli. 


mbl.is Biðst afsökunar með heilsíðuauglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Góður.

Hvað skyldi vera mörg ríkisleyndarmál vera í núverandi Ríkisstjórn?

Eggert Guðmundsson, 23.4.2024 kl. 10:06

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þetta snýst um að nýta aðstöðuna sem upp er kominn og Kristján gerir það með glæsibrag
Fyrir "nokkrum" árum var bankastjóri Landsbankans harðlega gagnrýndur fyrir að veita ekki sömu peningaverðlaunaupphæð til bikarmeistara kvenna og karla
Hann hefði auðveldlega getað snúið þessu sér í hag og lofað að margfalda upphæðina til kvennanna í hlutfalli við hversu margir mættu á úrslitaleikinn hjá konunum

Grímur Kjartansson, 23.4.2024 kl. 13:54

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ha ha ha. Þessi var góður..laughing

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.4.2024 kl. 15:32

4 Smámynd: Landfari

Góður þessi hjá þér Jón. Þá er ég að tala um brandarann en ekki pistilinn.

Þekki Kristján ekki neitt, man ekki til að hafa verslað við hann og fannst ekki mikið til hanns koma þegar hann fór fyrst að skapa sér nafn. En hann hefur mikið unnið á fyrir frekar einlæga framkomu. Stundum svolítið fljótfær eins og i þessu tilfelli en ekkert feiminn við að viðurkenna sína breiskleika. Ekkert okkar er fullkomið. Það hefur allavega ekki hvarflað að mér að þessi afsökunarbeiðni sé einlæg enda hæpið að hann hafi vitað eitthvað um ástand viðkomandi þegar hann viðhafði þessi ummæli, fullur af pirringi og reiði sem ég held að við flest hefðum fundið til í hans aðstæðum.

Landfari, 23.4.2024 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 838
  • Sl. sólarhring: 988
  • Sl. viku: 3419
  • Frá upphafi: 2298153

Annað

  • Innlit í dag: 785
  • Innlit sl. viku: 3190
  • Gestir í dag: 750
  • IP-tölur í dag: 733

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband