Leita í fréttum mbl.is

Nýja stjórnarskráin

Margra kynlegra grasa kennir í tillögum stjórnlagaráđsins sáluga, en ađstandendur ţess telja ađ ţjóđin eigi ađ lögfesta ţađ eins og Guđ hafi sagt ţađ, án ţess ađ breyta um kommu eđa punkt. 

Öllu málsmetandi fólki var ljóst, ţegar ţađ sá tillögurnar, ađ ţarna var um framsetningu ađ rćđa eins og oft er hjá fólki sem er í lögfrćđilegum ćfingabúđum iđulega án ţess ađ eiga ţangađ erindi. 

Einfalt dćmi: 

Ákvćđi núverandi stjórnarskrár um sveitarfélög gr. 78

"Sveitarfélög skulu ráđa málefnum sínum eftir ţví sem lög ákveđa. Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveđnir međ lögum svo og réttur ţeirra til ađ ákveđa hvort og hvernig ţeir eru nýttir."

Stutt einföld framsetning, sem segir allt sem segja ţarf. 

En ţađ var ađ sjálfsögđu ekki nógu gott fyrir stjórnlagaráđiđ. 

Í stađ ţeirrar einu greinar sem er í stjórnarskránni um sveitarfélög koma fjórar greinar í tillögum stjórnlagaráđs og ţegar betur er ađ gáđ, ţá tryggja ţćr hvorki sveitarfélögum eđa íbúum ţeirra neinn sérstakan rétt umfram ţađ sem ţessi eina hnitmiđađa grein núverandi stjórnarskrár gerir: 

Í greinum 105-108 í tillögum stjórnlagaráđs segir í 105 gr. ađ sveitarfélög skuli sjálf ráđa málefnum sínum eftir ţví sem ađ lög ákveđa og ţau skuli hafa nćgjanlega burđi og tekjur til ađ sinna lögbundnum verkefnum. (Ekki er sagt hver eigi ađ tryggja ţeim ţessar tekjur) og ađ tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveđnir međ lögum.

Í 106 gr. stjórnlagaráđs  segir ađ á hendi sveitarfélaga eđa samtaka í umbođi ţeirra (hvađa samtök skyldu ţađ nú vera) eru ţeir ţćttir opinberrar ţjónustu sem best ţykir komiđ í hérađi svo sem nánar skal ákveđiđ í lögum. 

Í 107 gr segir ađ sveitarfélögum skuli stjórnađ af sveitarstjórnum (eins gott ađ taka ţađ fram) og ţá ađ rétti íbúa til ađ óska eftir atkvćđagreiđslu um málefni ţess skal skipađ međ lögum. 

108 gr. mćlir síđan fyrir um ađ samráđ skuli haft viđ sveitarfélög um undirbúning lagasetningar sem ţau varđar. 

Er eitthvađ í tillögum stjórnlagaráđs, sem eykur á réttindi sveitarstjórna međ ţessum langhundi sem ráđiđ sullar saman umfram ţađ sem kveđiđ er á um í 78. gr. núverandi stjórnarskrár? Vissulega ekki. Ţarna er um ađ rćđa hrófatildur, sem hróflađ er saman af fólki oft velmeinandi fólki sem einskonar óskalista, sem er ţó ekkert annađ og meira en ţađ sem sagt er í tveim línum og einni grein núverandi stjórnarskrár. 

Öllum má vera ljóst, ađ tillögur stjórnlagaráđs um sveitarstjórnir eru ekki innihaldsríkar og nauđsynlegar umfram ţađ sem er í núverandi stjórnarskrá heldur ţvert á móti og dćmi um ţađ ađ ţeir sem settu ţetta saman gera sér ekki ađ fullu grein fyrir hvađa tilgangi stjórnarskrá á ađ ţjóna.   

 


Ţađ sem ţú mátt ekki heyra

Hefur ţú heyrt ţađ nýjasta um Hunter son Joe Biden forsetaframbjóđanda í Bandaríkjunum?

Sennilega ekki vegna ţess ađ netmiđlar ţ.á.m. fésbók hafa komiđ í veg fyrir birtingu umfjöllunar um Hunter.

Sérkennilegt ađ Fésbók skuli taka sér slíkt ritstjórnarvald, ţegar um er ađ rćđa frétt, sem ótvírćtt á erindi til almennings. Hér er ekki veriđ ađ rćđa um kynţáttafordóma, kynjamisrétti eđa annađ sem bannfćrt hefur veriđ af samfélagsmiđlum. Ţađ er sögđ saga af manni sem er og/eđa hefur veriđ eiturlyfjaneytandi og hefur ţegiđ gríđarlega fjármuni frá vafasömu úkraínsku orkufyrirtćki án ţess ađ gera neitt annađ en ađ sitja í stjórn félagsins ađ nafninu til og vera sonur föđrur síns. 

Sú stađreynd, ađ mađurinn sem veriđ er ađ fjalla um skuli vera sonur forsetaframbjóđandans Joe Biden skiptir hér öllu máli ţar sem fésbók hefur ekki bannađ umfjöllun um eiturlyfjafíkn eđa fjármálaskandala. Fréttin skađar ađ sjálfsögđu Joe Biden vegna ţess ađ hún sýnir ţá spillingarveröld sem hann hrćrist í sem ţáttakandi og ađstandandi.

Međ ţví ađ banna frétt, sem á erindi til almennings og er ekki röng, tekur fésbók sér ritstjórnarvald, sem hlítur ađ kalla á ađ settar verđi ákveđnari reglur um netmiđla, sem m.a. takmarka rétt ţeirra til ađ útiloka almennar umrćđur sem eiga erindi viđ almenning. 

Hvađ sem líđur stuđningi eđa andstöđu viđ einstaka forsetaframbjóđendur í Bandaríkjunum, ţá er hér of langt gengiđ í ritskođun og afstöđutöku međ einum frambjóđanda og á móti hinum og ţađ í forsetakosningum í sjálfum Bandaríkjunum.

Fróđlegt verđur ađ sjá hvort ađ ljósvakamiđlar á Íslandi, RÚV og Stöđ 2 telja ţetta fréttnćmt eđa ekki. Ef til vill eru bara neikvćđar fréttir af Trump ţess virđi ađ ţessir fréttmiđlar telji ţćr eiga erindi viđ almenning.


Bloggfćrslur 16. október 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 851
  • Sl. sólarhring: 1353
  • Sl. viku: 6496
  • Frá upphafi: 2277134

Annađ

  • Innlit í dag: 801
  • Innlit sl. viku: 6039
  • Gestir í dag: 767
  • IP-tölur í dag: 753

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband