Leita í fréttum mbl.is

Nýja stjórnarskráin

Margra kynlegra grasa kennir í tillögum stjórnlagaráđsins sáluga, en ađstandendur ţess telja ađ ţjóđin eigi ađ lögfesta ţađ eins og Guđ hafi sagt ţađ, án ţess ađ breyta um kommu eđa punkt. 

Öllu málsmetandi fólki var ljóst, ţegar ţađ sá tillögurnar, ađ ţarna var um framsetningu ađ rćđa eins og oft er hjá fólki sem er í lögfrćđilegum ćfingabúđum iđulega án ţess ađ eiga ţangađ erindi. 

Einfalt dćmi: 

Ákvćđi núverandi stjórnarskrár um sveitarfélög gr. 78

"Sveitarfélög skulu ráđa málefnum sínum eftir ţví sem lög ákveđa. Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveđnir međ lögum svo og réttur ţeirra til ađ ákveđa hvort og hvernig ţeir eru nýttir."

Stutt einföld framsetning, sem segir allt sem segja ţarf. 

En ţađ var ađ sjálfsögđu ekki nógu gott fyrir stjórnlagaráđiđ. 

Í stađ ţeirrar einu greinar sem er í stjórnarskránni um sveitarfélög koma fjórar greinar í tillögum stjórnlagaráđs og ţegar betur er ađ gáđ, ţá tryggja ţćr hvorki sveitarfélögum eđa íbúum ţeirra neinn sérstakan rétt umfram ţađ sem ţessi eina hnitmiđađa grein núverandi stjórnarskrár gerir: 

Í greinum 105-108 í tillögum stjórnlagaráđs segir í 105 gr. ađ sveitarfélög skuli sjálf ráđa málefnum sínum eftir ţví sem ađ lög ákveđa og ţau skuli hafa nćgjanlega burđi og tekjur til ađ sinna lögbundnum verkefnum. (Ekki er sagt hver eigi ađ tryggja ţeim ţessar tekjur) og ađ tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveđnir međ lögum.

Í 106 gr. stjórnlagaráđs  segir ađ á hendi sveitarfélaga eđa samtaka í umbođi ţeirra (hvađa samtök skyldu ţađ nú vera) eru ţeir ţćttir opinberrar ţjónustu sem best ţykir komiđ í hérađi svo sem nánar skal ákveđiđ í lögum. 

Í 107 gr segir ađ sveitarfélögum skuli stjórnađ af sveitarstjórnum (eins gott ađ taka ţađ fram) og ţá ađ rétti íbúa til ađ óska eftir atkvćđagreiđslu um málefni ţess skal skipađ međ lögum. 

108 gr. mćlir síđan fyrir um ađ samráđ skuli haft viđ sveitarfélög um undirbúning lagasetningar sem ţau varđar. 

Er eitthvađ í tillögum stjórnlagaráđs, sem eykur á réttindi sveitarstjórna međ ţessum langhundi sem ráđiđ sullar saman umfram ţađ sem kveđiđ er á um í 78. gr. núverandi stjórnarskrár? Vissulega ekki. Ţarna er um ađ rćđa hrófatildur, sem hróflađ er saman af fólki oft velmeinandi fólki sem einskonar óskalista, sem er ţó ekkert annađ og meira en ţađ sem sagt er í tveim línum og einni grein núverandi stjórnarskrár. 

Öllum má vera ljóst, ađ tillögur stjórnlagaráđs um sveitarstjórnir eru ekki innihaldsríkar og nauđsynlegar umfram ţađ sem er í núverandi stjórnarskrá heldur ţvert á móti og dćmi um ţađ ađ ţeir sem settu ţetta saman gera sér ekki ađ fullu grein fyrir hvađa tilgangi stjórnarskrá á ađ ţjóna.   

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ţetta var ástćđa ţess ađ ég var á móti nýju stjórnarskránni ţegar hún vitrađist mér fyrst:

Hún var löng.  Í besta falli sömu hlutirner, nema verr orđađir, og í versta falli allskyns hlutir sem hafa ekkert erindi í neina stjórnarskrá.  Ég meina: dýravernd?  Hvađ hafa dýr međ stjórn landsins ađ gera?

Auđvitađ er ekkert hćgt ađ tjónka viđ ţetta blessađa fólk út af ţessu.  Gjörsamlega blindađ af ídeologíu.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.10.2020 kl. 13:38

2 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Mesta ţversögnin í málatilbúnađi ţeirra sem virđast ekki vita hvernig hćgt sé ađ finna frumvarp stjórnlagaráđs (á heimasíđu ráđsins) er ađ fara eigi eftir átta ára gömlum niđurstöđum ráđgefandi ţjóđaratkvćđagreiđslu um eina spurningu sem ţá var á kjörseđlinum en ekki ađrar.

Guđmundur Ásgeirsson, 16.10.2020 kl. 17:31

3 identicon

Eins og ég hef oft sagt áđur!  FYRSTA ATRIĐI ER AĐ FARIĐ SÉ EFTIR STJÓRNARSKRÁ, HÚN HAFI RAUNVERLEGT GILDI! BROT Á HENNI HAFI AFLEIĐINGAR.  Breitt innihald hennar er marklaust, sé hún einungis notuđ sem sýndarplagg á hátíđis og tillidögum.

Gudmundur Thorleifsson (IP-tala skráđ) 17.10.2020 kl. 09:23

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég myndi segja ađ svona flausturslega og vanhugsađ hafi veriđ stađiđ ađ flestum greinum hinnar "nýju"stjórnarskrár" vegna ţess ađ allar greinar allar greinar hennar nema framsalshlutinn hafi ekki skipt máli.

Feneyjarnefndin gaf skránni hinsvegar falleinkun 2013 vegna of margra fyrirvara á framsalsákvćđinu. Vegna ţessa var bćđi ESB umsóknin og stjórnarskráin "sett á ís".

síđan hefur lítiđ veriđ ţrýst á inngöngu í sambandiđ, en ţess meira á stjórnarskrárbreytingar, sem eru forsenda inngöngu.

Ţađ er fyrirsjáanlegt ađ aktívistar esb inngöngu ţyrli ţessu upp nú til ađ nýta sér kreppu og upplausn, enn og aftur.

Góđ vísa er er ekki of oft kveđinn vegna takmarkađs skammtímaminnis ţjóđarinnar. Ég lćt ţví hér fylgja frétt af vísi frá janúar 2009, sem skýrir hversvegna og hvenćr ţessi sirkus fór af stađ. Ţađ er engin önnur ástćđa.

https://www.visir.is/g/2009864224d

Jón Steinar Ragnarsson, 17.10.2020 kl. 20:10

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţessi stúlka sem kemur ţessu af stađ núna segir ađ viđbrögđ andstćđinga hjálpi mest til ađ halda markmiđinu á lofti. Umrćđan sé ađalatriđiđ.

ţađ er ţví best, ađ mínu mati, ađ ţegja ţessa dellu í hel og leyfa ţeim ađ grafa undan sér međ vandalisma og stóryrđum.

Flestir eru algerlega ignorant um hvers vegna ţessu var ţyrlađ upp í upphafi og svör ţeirra sem veita ţessu brautargengi eru: Af ţví bara, auđlindir í ţjóđareign og allskonar. (Raunveruleg tilvitnun).

Jón Steinar Ragnarsson, 17.10.2020 kl. 20:23

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ţađ er líka óljóst hvađ fólk er ađ styđja í undirskriftarsöfnuninni

"Ég myndi telja ađ fólk vćri ađ skrifa undir drög Stjórnlagaráđs, og ţau yrđu lögđ til grundvallar," segir Katrín.

Grímur Kjartansson, 18.10.2020 kl. 01:35

7 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Jón Steinar Ragnarsson.

Ástćđa ţess takmarkađa skammtímaminnis og ómarkvissa málflutnings sem ţú vísar til er sennilega sú ađ ţau sem eru mest áberandi í ţessum kröfum voru ennţá börn áriđ 2012.

Ţessi börn hafa hafa aldrei í sínu námi fengiđ neina frćđslu um stjórnarskránna, hlutverk hennar og inntak. Ţađ ćtti samt ađ vera hluti af námsefni í skyldumnámi.

Guđmundur Ásgeirsson, 19.10.2020 kl. 19:18

8 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Hvernig vćri ađ gera skođanakönnun međal leikaranna, lífstílsráđgjafanna og álitsgjafanna sem eru í auglýsingunum ađ heimta nýja stjórnarskrá og spyrja hvers vegna.

A: Af ţví ađ Ísland hefur enga stjórnarskrá

B: Af ţví ađ stjórnarskráin er gömul

C: Af ţví ađ börn forstjóra Samherja erfđu fyrirtćkiđ

D: Hvađ er stjórnarskrá?

Hver ćtli niđurstađan verđi?

Ţorsteinn Siglaugsson, 19.10.2020 kl. 22:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.3.): 83
  • Sl. sólarhring: 366
  • Sl. viku: 1091
  • Frá upphafi: 1702904

Annađ

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 1011
  • Gestir í dag: 77
  • IP-tölur í dag: 77

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband