Leita í fréttum mbl.is

Veirustríđiđ

Ţá er hafin ný leiftursókn gegn C-19 veirunni. Veirutríóiđ međ Ţórólf Guđnason sóttvarnarlćkni í broddi fylkingar hefur mćlt fyrir um róttćkar lokunarađgerđir sem koma sér illa fyrir fólk og fyrirtćki, en vonandi verđa ţćr til ţess á skömmum tíma ađ koma ţjóđfélaginu á nýjan leik í ţokkalegt andlegt og líkamlegt jafnvćgi. 

Ţórólfur Guđnason hefur stađiđ sig vel í ţessari baráttu raunar eins og ađrir í veirutríóinu, ţó oft orki tvímćlis hvađ skuli gera hverju sinni. Hann viđurkennir, ađ ţekking á sjúkdómnum sé takmörkuđ og hefur ítrekađ tekiđ fram, ađ hann sem sóttvarnarlćknir geti ekki lagt annađ til, en ţađ sem hann hefur gert. Dáđlaus ríkisstjórn hefur hinsvegar komiđ sér hjá ađ taka pólitískar ákvarđanir varđandi viđbrögđ viđ faraldrinum og stimplađ allt sem Ţórólfur hefur sagt og ert eins og Guđ hafi sagt ţađ og ţar verđi engu um ţokađ. 

Skortur á stefnumörkun ríkisstjórnarinnar og annarra stjórnmálaafla, sýnir ţví miđur ţá stađreynd, ađ nýja kynslóđ stjórnmálamanna sem er viđ völd í landinu kemur sér hjá ađ taka ákvarđanir og telur hag sínum best borgiđ međ ţví ađ skýla sér á bak viđ sérfrćđina, en geta stađiđ og ţóst ábyrgđarlaus til hliđar. Ţetta kemur svo rammt fram á öllum sviđum ţjóđmálanna, ađ margir telja, ađ ţađ vćri ódýrara ađ gefa ţessu fólki sem á ađ stjórna frí, en fela sérfrćđingum og forriturum tölvulíkana ţađ vald, sem ţađ fer međ hvort sem er. Önnur leiđ er ađ skipta um stjórnmálastétt og ćtlast til ţess af henni, ađ hún geti tekiđ ákvarđanir út frá heildarhagsmunum ađ teknu tilliti til misvísandi skođana sérfrćđinga. 

Ný leiftursókn gegn veirunni er hafin og vonandi gengur hún vel. Vonandi rennur hún ekki út í sandinn eins og síđari leiftursókn ţriđja ríkisins í síđari heimstyrjöld ţví ţá eins og nú má ćtla, ađ ţađ verđi ekki ţrek, vilji eđa fjármunir til ađ fara í ţá ţriđju ef ţessi bregst. 

Enn sem komiđ er skv. opinberum tölum hafa ađeins 0.85% ţjóđarinnar veikst af ţessari veiru, en 99.15% ţjóđarinnar hafa veriđ svo gćfusamir, ađ hafa enn sem komiđ er losnađ viđ ţađ. Ţegar upp verđur stađiđ ađ aflokinni ţessari leiftursókn má ćtla miđađ viđ spálíkön, ađ ađeins um 1% ţjóđarinnar hafi ţá tekiđ sóttina. Áleitna spurningin er ţá, hvađ er unniđ viđ leifursóknina ef nánast öll ţjóđin eđa 99% getur enn smitast og hvernig verđur veirunni haldiđ í skefjum, en Ţórólfur og fleiri segja ađ hún sé komin til ađ vera. 

Eins og í sögu H.G. Wells um innrásina frá Mars kann ţó ađ vera ástćđa til bjartsýni, en ţar komu sýklarnir mannkyninu til bjargar. Ţekking á sjúkdómnum og viđbrögđum viđ honum vex og hvađ svo sem öllum hrćđsluáróđri líđur ţá er veiran heima og annarsstađar í Evrópu auđveldari viđfangs og vćgari en var í upphafi.

Hvort sem okkur ţykja ţessar ráđstafanir réttar eđa rangar, ţá erum viđ hér og ţurfum sameiginlega ađ taka á til ađ lágmarka tjóniđ.   

 

 


Bloggfćrslur 7. október 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.3.): 132
  • Sl. sólarhring: 415
  • Sl. viku: 1140
  • Frá upphafi: 1702953

Annađ

  • Innlit í dag: 125
  • Innlit sl. viku: 1059
  • Gestir í dag: 125
  • IP-tölur í dag: 124

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband