Leita í fréttum mbl.is

Ađ hafa stefnu eđa hafa ekki stefnu

Ríkisstjórnin hefur ţá stefnu í sóttvarnarmálum, ađ samţykkja tillögur sóttvarnarlćknis međ fyrirvara um samţykki landsstjórans Kára Stefánssonar.

Engin heildarstefna hefur veriđ mörkuđ af ríkisstjórninni um viđbrögđ viđ Covid fárinu, en eina viđmiđiđ sem sett hefur veriđ fram er ađ heilbrigđiskerfiđ ráđi viđ álagiđ. 

Enginn ágreiningur er um ađ gćta skuli öryggis til ađ tryggja sem bestan árangur í baráttunni viđ Covidiđ, en spurningin er hvađ er nauđsynlegt ađ gera hverju sinni og hvenćr er fariđ yfir mörkin.

Ćskilegt hefđi veriđ ađ ríkisstjórn gerđi borgurunum grein fyrir ţví hvađ ţurfi til ađ koma til ađ gripiđ sé til mismunandi ráđstafana. Ekkert slíkt hefur veriđ gert og nú ţegar fyrir liggur ađ toppnum var náđ nokkru áđur en hertar reglur voru síđast settar á og fjöldi smita á niđurleiđ, ţá skal ekki slakađ á og borgurunum gert ađ norpa fyrir utan verslanir í vetrarkulda, af ţví ađ sóttvarnarlćknir telur enga ástćđu til ađ bregđast viđ breyttum ađstćđum fyrr en tími hertra ađgerđa er fullnađur í desember n.k. 

Sé eingöngu tekiđ miđ af ráđleggingum sóttvarnarlćknis gegnum tíđina, ţá er ljóst, ađ sá tími er kominn, sem rétt vćri ađ létta verulega af hömlum á frelsi fólks svo sem fjölda í verslunum og kaffihúsum svo dćmi séu tekin. En valdtökumennirnir vilja ekki afsala sér kyrkingartökunum á ţjóđlífinu jafnvel ţó ađ forsenda ađgerđanna sé löngu liđin hjá. Hinir hlýđnu jarma í kór, ađ fara beri ađ hinum vísindalegu tillögum sóttvarnarlćknis, ţó ţćr séu ađrar nú en oft áđur viđ sömu ađstćđur. Vísind á bakviđ ađgerđirnar liggja ţví fjarri ţví ljós fyrir eđa eru til stađar yfirhöfuđ.

Ríkisstjórnin bregst ađ sjálfsögđu ekki viđ vegna ţess, ađ hún hefur enga stefnu nema ţá ađ ráđum hinna nýju valdsmanna, sóttvarnarlćknis og Kára verđi hlýtt, ţó ţeir séu ekki lýđkjörnir til ađ taka slíkar ákvarđanir einhliđa. Ţćgindunum viđ ađ vera ábyrgđarlaus vill ríkisstjórnin ekki afsala sér. 

Nú berast fréttir af bóluefnum sem eiga ađ ráđa niđurlögum Covid. Ţađ er ađ sjálfsögđu af hinu góđa. En svo virđist, sem ţađ hafi hleypt nýjum móđi í frelsissviptingarfurstana um ađ gefa nú hvergi eftir í ađ skerđa frelsi borgarana ţar til ađ stór hópur hefur veriđ bólusettur. Í annan stađ ţá er kominn upp sú krafa, ađ lýđinn skuli bólusetja međ góđu eđa illu. Ţannig hafa nokkur flugfélög tilkynnt, ađ ţau muni ekki fljúga međ ađra en Covid bólusetta farţega í framtíđinni. 

Ţegar fjöldahrćđsla grípur um sig eins og í ţessu tilviki, ţar sem frćđimenn, ríkisstjórn og fjölmiđlar leggjast á eitt um ađ mynda hana, ţá eiga ţeir erfitt uppdráttar, sem tala um einstaklingsfrelsi, međalhóf og krefjast ţess, ađ rök séu fćrđ fyrir einstökum ađgerđum ríkisstjórna og heilbrigđisyfirvalda. Ţeir eru hraktir og smáđir eins og ţjóđníđingurinn í samnefndu leikverki Íbsens forđum.

En samt sem áđur verđur ađ fara ađ leikreglum lýđrćđisríkis og virđa ţćr reglur sem fara verđur eftir varđandi réttindi borgaranna. Ţó veruleg áhöld séu um ađ ţađ hafi veriđ gert í Cóvíd viđbrögđunum, ţá er hćgt ađ stoppa upp í ţau göt, ţar sem ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á sóttvarnarlögum, ţar sem vegiđ er ađ rétti fólksins í landinu og réttindi ţess skert. Ţađ verđur ţó ekki sagt annađ um ríkisstjórnina en ađ hún hafi ţó fundiđ fjölina sína ađ ţessu leyti og miđi viđ ađ ríkisstjórnir í framtíđinni búi viđ sama öryggi ábyrgđarleysis og stefnuleysis og ríkisstjórnin fylgir. 


Bloggfćrslur 24. nóvember 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 341
  • Sl. sólarhring: 345
  • Sl. viku: 3931
  • Frá upphafi: 2560801

Annađ

  • Innlit í dag: 317
  • Innlit sl. viku: 3691
  • Gestir í dag: 294
  • IP-tölur í dag: 290

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband