Leita í fréttum mbl.is

Fullveldi að nafninu til?

Í dag er fullveldisdagurinn. Þennan dag fyrir 102 árum öðluðust Íslendingar fullveldi. Þá lýstu Danir yfir í samningi við íslensk stjórnvöld, að Ísland væri frjálst og fullvalda ríki. 

Frá þeim tíma höfum við kosið að deila fullveldinu mismikið m.a. með samningum við aðrar þjóðir m.a. með EES samningnum auk þess,sem við höfum samþykkt að fara eftir niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í raun. 

Í dag kvað Mannréttindadómstóllinn í Strassbourg upp þann dóm, að íslenskur ráðherra og Alþingi hefði brotið gróflega af sér við skipun dómara til Landsréttar m.a. vegna þeirrar aðferðar sem Alþingi notaði við að greiða atkvæði um skipun dómara. 

Það er dapurlegt þegar þjóð sem telur sig vera frjálsa og fullvalda telur sig þurfa að hlíta valdboði frá Strassbourg í máli, þar sem íslensk stjórnvöld fóru að öllum lýðræðislegum reglum, máli, sem fékk nákvæma skoðun og ekki var hallað neinum lýðræðislegum rétti, mannréttindum eða pólitísku öryggi borgaranna. Þá er gjörsamlega fráleitt að skipun dómaranna í Landsrétti hafi getað leitt til þess að mannréttindi annarra en þeirra sem ekki fengu skipun væri hugsanlega brotin.

Með þessum dómi reynir Mannréttindadómstóll Evrópu að taka sér vald sem er óeðlilegt þegar í raun engin mannréttindi eru brotin, þó ekki væri farið í einu og öllu að niðurstöðu valnefndar eins og hún væri staðgengill Guðs  á jörðinni. 

Þetta er enn sérstakara þegar fyrir liggur að ábyrgð á skipun dómara er hjá ráðherra og Alþingi en ekki hjá valnefndinni.

Það er sjálfsagt kominn tími til að íslenska þjóðin taki nú undir með forföður sínum Jóni Loftssyni Oddaverja og segi.

"Heyra má ég erkibiskups dóm,en ráðinn er ég í að hafa hann að engu."


Bloggfærslur 1. desember 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 41
  • Sl. sólarhring: 240
  • Sl. viku: 3120
  • Frá upphafi: 2560843

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 2942
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband