Leita í fréttum mbl.is

Ekki meir. Ekki meir.

Sumir læra aldrei af sögunni eða því sem gerist fyrir framan nefið á þeim. Aðrir bregðast við að fenginni reynslu.

Árið 2015 tók Angela Merkel ranga ákvörðun þegar hún mælti fyrir svonefndri pólitík um "opnar dyr". Svonefndum hælisleitendum var þá leyft að koma hindrunarlaust til Þýskalands. Meira en milljón þeirra komu, stærstur hluti til Þýskalands. Afleiðingarnar urðu vægast sagt slæmar. 

Nú 5 árum síðar hafnaði þýska þingið með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða tillögu um að taka við 5000 svonefndum börnum flóttafólks, sem dveljast í Grikklandi. Meira að segja sósíalistaflokkurinn greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Þjóðverjar lærðu af mistökunum frá 2015 og ætla sér ekki að endurtaka þau.

Á sama tíma hamast nokkrir íslenskir fjölmiðlar og fordæma,að vísa eigi fólki frá Afganistan, sem hér dvelst ólöglega úr landi til Grikklands og meira að segja dómsmálaráðherra hefur tjáð sig í þá veru, að það sé vont að fara að íslenskum lögum og vísa fólki til Grikklands.

Í þessu efni stöndum við frammi fyrir sömu spurningu og þýska þingið stóð frammi fyrir. Þýska þingið ákvað að standa með þjóð sinni eftir bitura reynslu og vondar afleiðingar frá 2015. Spurning er hvort íslenskir ráðamenn standa með þjóð sinni með sama hætti og þeir þýsku nú?

Smyglhringirnir sem hafa ómældan arð af því að koma svonefndum hælisleitendum til Evrópu fylgjast vel með. Því miður hafa íslenskir stjórnmálamenn, biskup þjóðkirkjunnar og fjölmiðlar hagað sér þannig að augu smyglarana beinast að Íslandi.

Varnir okkar eru litlar. Við erum með ein fáránlegustu og þjóðfjandsamlegustu útlendingalög sem til eru í Evrópu auk annarrar dellu í þessum málaflokki. 

Veit íslenskt stjórnmála- og fjölmiðlafólk ekki hvað hefur gerst í nágrannalöndum okkar m.a. Svíþjóð og Þýskalandi eða er því algjörlega sama um örlög eigin þjóðar og þau vandamál sem þau búa til með ærnum tilkostnaði fyrir land og þjóð með misvísandi geðþóttaákvörðunum, linkind og slappleika í stað þess að fara að þeim lögum. 

 


Bloggfærslur 7. mars 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 57
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 2292
  • Frá upphafi: 2296229

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 2121
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband