Leita í fréttum mbl.is

Sök og ábyrgð Kínverja

Kínverjar reyndu í lengstu lög að þegja staðreyndir um C-19 í hel. Afleiðingin er sú,að hnattrænn faraldur sem kostar þúsundir mannslífa geisar nú um alla veröld.

Afhverju sögðu Kínverjar ekki frá og lugu til um C-19 í langan tíma. Er það e.t.v. í eðli ráðstjórnarríkja, að reyna að láta hlutina alltaf líta öðruvísi út en raunveruleikann.

Aðrar þjóðir gátu ekki brugðist við sjúkdómnum. Í tæpa tvo mánuði þögðu stjórnvöld í Kína þunnu hljóði eða gerðu lítið úr ástandinu. Farþegaflug að og frá Kína gekk sinn vanagang.

Kínverjar lýstu yfir sigri í baráttunni við C-19 þ.19 mars og létu stórkallalega yfir þeim mikla árangri sem þeir hefðu náð og buðu fram aðstoð. En þrátt fyrir að sigri hafi verið lýst yfir í Kína þá er C-19 því miður enn á kreiki í því landi. Ný smit eru greind daglega en Kínverjar segja að það séu allt smit sem séu vegna fólks sem kemur erlendis frá. Spurning er hvort Kínverjar ætli enn á ný að reyna að koma í veg fyrir að staðreyndir um það sem er að gerast nú, berist frá landinu. 

Það er síðan tímanna tákn, að yfirmaður WHO skuli lýsa yfir aðdáun sinni á því hvað Kínverjar hafi staðið sig vel í baráttunni gegn C-19,þrátt fyrir að fyrir liggi að þeir bera ábyrgð á dauða þúsunda vegna þess að þeir reyndu að koma í veg fyrir fréttaflutningi af málinu og vöruðu þjóðir heims ekki við í tíma.

Það eru engir sem bera eins mikla ábyrgð á þessum heimsfaraldri og Kínverjar. En eru þjóðir heims tilbúnir til að gera kröfur til að þeir greiði skaðabætur vegna atferlis síns eða beita þá refsingum vegna þess ábyrgðarleysis sem þeir hafa sýnt af sér gagnvart öryggi borgara annarra þjóða m.a. okkar?


Bloggfærslur 6. apríl 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 334
  • Sl. viku: 3083
  • Frá upphafi: 2560806

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2906
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband