Leita í fréttum mbl.is

Í tilefni fundar nr. 100

Veirutríóiđ mun byrja sinn hundrađasta fund vegna C-19 fljótlega. Í byrjun var skírt markmiđ: ađ halda veikinni í ţví lágmarki ađ heilbrigđisţjónustan gćti jafnan sinnt ţeim sjúku. 

Markmiđiđ náđist.Fullur sigur miđađ viđ markmiđssetninguna. 

Síđan varđ stefnulaust tómarúm. Haldiđ var viđ allskyns varúđarráđstafanir eftir sem áđur jafnvel ţó smit greindust ekki svo vikum skipti. 

Svo komu smit. Engum dettur ţó í hug ađ ţađ verđi til ţess, ađ heilbrigđisţjónustan geti ekki sinnt ţeim sjúku. Hvert er markmiđiđ núna? Hvenćr á ađ létta af takmörkunum á frelsi fólks?

Ríkisstjórnin hefur ekki markađ neina stefnu í málinu hvorki fyrr né síđar. Hún hefur jafnan boriđ Ţórólf sóttvarnarlćkni fyrir sig eins og skjöld, sem ţessvegna hefđi mátt letra á: "Sómi Íslands sverđ og skjöldur". Hún hefur skrifađ upp á allt sem hann hefur lagt til. Svo fór á endanum, ađ jafnvel ţessum sóma ţjóđarinnar ofbauđ og fór fram á, ađ ríkisstjórnin fćri ađ stjórna landinu. Hann er í hópi örfárra einstaklinga sem njóta ţess ekki ađ vera einráđir, en eru tilbúnir ađ afsala sér völdum.

Hvađ sem lokunum og opinberum ţvingunarúrrćđum áhrćrir, ţá sýndi ţađ sig um helgina,ađ sá hópur ţjóđfélagsins sem er í mikilli ţörf fyrir ađ viđhalda tegundinni og hefur fulla getu til ţess, jafnvel á hinsegin dögum, lét sér lítt segjast um fjarlćgđartakmarkanir og önnur bönn. Fróđlegt verđur ađ sjá hvort ađ C-19 smitum fjölgar vegna ţessa eftir viku eđa svo. Ef ekki er ţá ekki nokkuđ ljóst ađ samfélagssmit eru hér fá og óţarfi ađ banna strákum og stelpum ađ hlaupa léttklćddum eftir fótbolta eđa öđrum ađ horfa á ţau hvađ ţá ýmsar anna sambćrilegt og samfélagslegt. 

Nú ţegar 100 fundir veirutríósins hafa veriđ haldnir. Hvernig vćri ţá ađ ríkisstjórnin birti stefnumiđ sín varđandi baráttuna viđ C-19 og hvađ ţarf til ađ fólk fái aftur ađ búa viđ fullt frelsi og ţví verđi sjálfu treyst fyrir eigin sóttvörnum. 


Af hverju Bandaríkin en ekki Belgía?

Á hverjum degi frá morgni til kvölds fćra allar tiltćkar fréttastofur okkur fréttir af Covid 19. Nokkra furđu vekur, ađ flestar eiga ţađ sammerkt ađ tiltaka sérstaklega í hvert skipti hvađ magir hafi smitast í Bandaríkjunum og hvađ margir hafi dáiđ ţar. Ţessar ávirku fréttir virđast hafa ţann tilgang, ađ koma ţví inn hjá fólki ađ ástandiđ í ţessum málum sé verst í Bandaríkjunum og iđulega er vikiđ ađ ţví hver fari ţar međ ćđstu stjórn mála og nánast sett samansem merki ţar á milli. 

Er ţađ svo ađ tölur séu ekki jafntiltćkar frá öđrum löndum. Getur veriđ ađ dreifing C-19 sé meiri í Bandaríkjunum en annarsstađar eđa eitthvađ sé sérstaklega fréttnćmt hvađ varđar faraldurinn ţar í landi. Eftir ţví sem nćst verđur komist ţá er ekkert slíkt til stađar. 

Ţađ land sem hefur orđiđ verst úti t.d. hvađ dauđsföll varđar miđađ viđ íbúafjölda heitir Belgía. Aldrei er vikiđ ađ ţví í fréttum. Ekki er gerđ tilraun til ađ reyna ađ finna skýringu á ţví af hverju Belgía verđur svona miklu verr úti en t.d. nágrannalöndin, Holland og Lúxemborg. Hvernig skyldi standa á ţví. Nú gćti ţađ veriđ mikilvćg lýđfrćđileg stúdía ađ átta sig á hvernig dreifing C-19 er einmitt í Belgíu. En ţađ vekur ekki áhuga fréttamanna, ef til vill vegna ţess, ađ ţar er enginn óvinur viđ stjórnvölin, sem ţarf ađ koma höggi á. 

Mat á hvađ er frétt og hvađ ekki og hvađ er sagt og hvađ ekki víkur ćđi oft fyrir pólitísku mati fréttaelítunnar.

 


Bloggfćrslur 10. ágúst 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 722
  • Sl. sólarhring: 895
  • Sl. viku: 3952
  • Frá upphafi: 2560320

Annađ

  • Innlit í dag: 671
  • Innlit sl. viku: 3719
  • Gestir í dag: 631
  • IP-tölur í dag: 603

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband