Leita í fréttum mbl.is

Twitter og Fésbók taka sér dómsvald og virða ekki tjáningarfrelsi.

Fjölmiðlarnir Twitter og Fésbók segjast taka hart á hatursorðræðu og röngum fréttum. Ekki þarf langa skoðun til að sjá, að þeir báðir eru samt fullir af röngum staðhæfingum og hatursáróðri. Eigið dómsvald þessara fjölmiðla er varhugavert og getur verið atlaga að frjálsum skoðanaskiptum. 

Sem dæmi skal vísað til þess að sama dag fyrir nokkru vísaði ég til fyrrum forustumanns í Þýskalandi fyrir miðja síðustu öld og Guðmundur Ólafsson prófessor í vígorð flokks hans. Ummæli okkar beggja voru neikvæð í garð þeirrar stjórnmálahreyfingar en eftir sem áður var lokað á okkur í heilan dag á Fésbókinn. Þessi sérkennilega ritskoðun kom mér verulega á óvart.

Nú hafa Twitter og Fésbók fjarlægt færslu forseta USA og segja hana falsfréttir. Forsetinn sagði í orðræðu á fréttastöð, að ungt fólk væri nánast ónæmt fyrir að smitast af C-19, en verið var að ræða um hvort opna ætti skóla aftur eða ekki. Fesbók og Twitter telja þetta hættulegar og rangar upplýsingar og fjarlægðu færsluna og lokuðu Trump twittinu þangað til umrædd færsla hefði verið fjarlægð. 

Ekki þarf að leita lengi eftir ónákvæmum og villandi ummælum Trump og margra annarra stjórnmálamanna á síðustu misserum og árum hvort sem þau hafa birst á Twitter, fésbók eða annarsstaðar og hingað til hafa ekki verið gerðar athugasemdir við þau, en voru þessi ummæli Trump röng?

Í bókstaflegri merkingu eru þau það. Börn eru ekki ónæm fyrir C-19, þó smittíðni þeirra séu helmingi lægri en fullorðina skv. könnun sem Ross Clark dálkahöfundur í Daily Telegraph vísar til í dag (ONS 26.4-27.6.2020). 

Samt sem áður virðist börnum og unglingum vera lítil hætta búin af því að sýkast af C-19 eða þurfa að glíma við alvarlegar afleiðingar. Vafalaust var Trump að vísa til þess, þegar hann mælti með því að skólar í USA yrðu opnaðir að nýju.

Ross Clark bendir líka á, að af 15.230 dauðsföllum í New York vegna C-19 fram til 13.maí s.l.,hafi aðeins 9 dauðsföll fólks undir 18 ára aldri verið rakin til C-19,af þeim 9 hafi 6 verið með undirliggjandi heilsufarsvandamál. Ross Clark segir í þessu sambandi, að þar sem umræðan hefði snúist um hvort börn og unglingar ættu að fara aftur í skólann og Trump hefði verið að tala um, að það væri engin ástæða til annars, þá hafi umfjöllun hans verið fjarri því að vera óskynsamleg eða órökrétt þó hún væri vissulega ógætileg.

En spurningin er af þessum gefnu tilefnum. Er það afsakanlegt, að fésbók og Twitter taki sér ritskoðunarvald og úrskurði sjálft hvaða skorður tjáningarfrelsinu skuli settar og útiloki að geðþótta þær skoðanir sem þeim er ekki að skapi? Í því sambandi má velta því fyrir sér líka, hvaða hag þessir fjölmiðlar telja sig hafa eða rétt til að standa með þeim, sem magna stöðugt upp ástæðulausan ótta vegna C-19

 

 


Bloggfærslur 7. ágúst 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 1688
  • Frá upphafi: 2296248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1561
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband