Leita í fréttum mbl.is

Kjörbréf samþykkt

Það kom ekki á óvart, að Alþingi samþykkti öll kjörbréf með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Alþingi stóð frammi fyrir tveimur valkostum. Að samþykkja kjörbréfin eða hafna þeim og ákveða uppkosningu. 

Ég fæ ekki séð hvaða lagaheimildir eru til að ógilda kosningarnar í heild eins og Björn Levý gerði tillögu um. Tillagan var því ekki tæk til afgreiðslu þar sem hún hefur ekki lagastoð.

Sama er um tillögu annars þingmanns Pírata um að fyrri talning í NV kjördæmi verði látin gilda. Ég get heldur ekki fundið lagastoð fyrir því að Alþingi geti gert það. 

En samt var greitt um þetta atkvæði. Hvernig stendur á því. Formaður kjörbréfanefndar sagði sjálfur við atkvæðagreiðsluna að hann teldi líklegt að tillaga Björns Levý skorti lagastoð. 

Af hverju kannar Alþingi það ekki fyrirfram hvaða tillögur eru í samræmi við lög og hverjar ekki og gerir ekki lítið úr sjálfu sér með því að greiða atkvæði um tillögur sem skortir lagastoð.


Staðfesting eða uppkosning

Það líður að því,að þingmenn Alþingis ákveði sjálfir hvort þeir og hinir þingmennirnir hafi hlotið lögmæta kosningu. Slíkt fyrirkomulag er ekki gott, að gera menn dómara í sjálfs síns sök og hagsmunum. 

Yfirkjörstjórn NV kjördæmia gætti ekki að formskilyrðum varðandi talningu og varðveislu kjörgagna. Spurningin er, hafa komið fram rök eða sjónarmið, sem telja verður líkleg til að þessir hnökrar hafi haft áhrif á heildarniðurstöu kosninganna. Sé ekki svo,þá ber að staðfesta kosninguna. 

Sé hins vegar staðan sú, að einhverjar eða verulegar líkur séu á, að hnökrarnir, hafi haft áhrif á heildarniðurstöðuna, þá ættu alþingismenn að greiða atkvæði með uppkosningu. 

Ýmsir þ.á.m.nefndarmenn í undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar og kjörbréfanefnd hafa fimbulfambað með að það beri að gera hluti, sem ekki eru lagaskilyrði fyrir að gera. Eins og að kjósa upp á landinu öllu, framkvæma þriðju talningu eða láta fyrstu talningu gilda. Miðað við kosningalög  og þingskaparlögað er ekki annað í boði fyrir Alþingi en að staðfesta eða ákveða uppkosningu.

Þetta mál hlítur að leiða til þess, að gera verður breytingar á kosningalögum til að svona vandamál komi ekki upp aftur.

Uppkosning væri samt skemmtileg. Hægt er að spá að nokkru leyti í þau spil. Ólíklegt er annað en fylgi við sósíalista myndi hrynja og flytjast til VG. Einnig má telja líklegt, að Sjálfstæðisflokkur bætti stöðu sína á kostnað Miðflokksins. Kosningar hafa samt iðulega sýnt, að kjósendur eru ólíkindafólk, sem kýs stundum þvert á spár sérfræðinga og skoðanakannana.

Þar sem fullvíst má telja að öll kjöbréfin verði samþykkt, þá ber að bjóða nýkjörið Alþingi velkomið til starfa og vonast til að það skil góðum störfum á  kjörtímabilinu. Til farsælda fyrir land og þjóð.


Bloggfærslur 25. nóvember 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1019
  • Sl. sólarhring: 1076
  • Sl. viku: 3429
  • Frá upphafi: 2299402

Annað

  • Innlit í dag: 960
  • Innlit sl. viku: 3204
  • Gestir í dag: 935
  • IP-tölur í dag: 912

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband