Leita í fréttum mbl.is

Orkuskortur

Landsvirkjun og Landsnet geta ekki svarað þörfum markaðarins á Íslandi fyrir raforku. Hvernig í ósköpunum skyldi standa á því? 

Forstjóri Landsvirkjunar segir, að það sé m.a. vegna þess hve lítið hefur ringt á Íslandi. Sem minnir mig á það að fyrrverandi Iðnaðar og orkumálaráðherra fyrir margt löngu dr. Gunnar Thoroddsen sagði að ekki þyrfti að óttast orkuskort meðan það rigndi á Íslandi. 

Úrkoma sunnanlands hefur verið með mesta móti allt þetta ár og þó þurkar hafi veri á Norðausturlandi, þá ætti það ekki að setja orkukerfið á hliðina og leiða til skömmtunar á rafmagni.

Hvað þá heldur þegar Landsvirkjun gengst aftur og aftur fyrir því að kanna hagkvæmni þess að selja raforku úr landi á grundvelli regluverks EES, sem mundi að sjálfsögðu leiða til mun hærra orkuverðs til neytenda á Íslandi og enn frekari orkuskorts.

Einfalda staðreyndin er sú, að VG hafa staðið gegn virkjunum í landinu. Mikil verður ábyrgð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, ef þeir láta VG ráða för í þessu efni. 

Núna þarf að hrinda framkvæmd vinnu við vatnsaflsvirkjanir,sem allra fyrst, t.d. það sem er óvirkjað í neðri hluta Þjórsár. Ódýrar hagkvæmar virkjanir, sem valda litlu raski. Sérkennilegt að VG skuli almennt vera á móti vistvænni orkuöflun með vatnsaflsvirkjunum.

Það rignir nóg á Íslandi og það er ekki rigningunni að kenna heldur mistökum í stjórnkerfinu að það þurfi að skammta rafmagn í landinu eða nota olíu til orkuframleiðslu í stað vatnsafls. 


Bloggfærslur 7. desember 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 678
  • Sl. sólarhring: 714
  • Sl. viku: 3757
  • Frá upphafi: 2561480

Annað

  • Innlit í dag: 635
  • Innlit sl. viku: 3537
  • Gestir í dag: 607
  • IP-tölur í dag: 595

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband