Leita í fréttum mbl.is

Aðför að tjáningarfrelsi og lýðræðishugsjóninni

Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi þvinguðu flugvél Ryanair á alþjóðlegri flugleið til að lenda í Minsk. Ástæðan var, að ná til 26 ára frétta- og andófsmanns Roman Protasevich 

Protasevich flúði frá Hvíta-Rússlandi 2019 og fór til Póllands, þar stofnaði hann útvarpsstöðina Nexta, sem er með meira en 2 milljónir áskrifenda. Í mótmælunum í fyrra gegndi Nexta miklu hlutverki í því að miðla upplýsingum. Þess vegna þarf að þagga niður í honum. 

Protasevich sótti um hæli í Póllandi árið 2020 en skömmu síðar ásökuðu kommúnistarnir sem stjórna Hvíta-Rússlandi hann um að raska almannafriði, lögum og reglu. Við því liggur allt að 12 ára fangelsi þar í landi. 

Einræðis- og ógnarstjórnir vita, að stjórnmálamenn á Vesturlöndum eru pappírstígrisdýr þegar kemur að því að standa vörð um mikilvæg mannréttindi sem skipta miklu í lýðræðisríki.

Í Tyrklandi situr Erdogan, sem hefur fangelsað hundruði blaða- og fréttamanna auk fjölda annarra vegna álíka atriða og Protasevich er gefið að sök. Samt gera Vesturlönd allt fyrir Erdogan. Hann er í NATO og Evrópusambandið vill fá hann inn.

Það kom því vel á vondan þ.e. Erdogan, þegar æðstu stjórnvöld í Saudi Arabíu myrtu blaðamanninn Yamal Khashoggi í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul í október 2018. 

Viðbrögð Vesturlanda við þessum bolabrögðum Tyrkja og Sáda gegn tjáningarfrelsi og lýðræði eru nánast engin. Eðlilega telur einræðisherrann í Hvíta Rússlandi, Lúkjasjenkó, að hann komist upp með það sama og Tyrkir og Sádar.

Vesturlönd brugðust þegar fyrst reyndi á gagnvart þursaríkjum. Það var þegar Khomeni þá einræðisherra í Íran, kvað upp líflátsdóm yfir Salman Rushdie rithöfundi í Bretlandi í febrúar 1989. Salman Rushdie hefur verið í felum undir lögregluvernd síðan þá. 

Þursarnir vita vel, að þeir geta farið sínu fram gegn lýðræði og mannréttindum. Vesturlönd munu láta í sér heyra, en síðan fjarar það út, en er ekki kominn tími til að taka á þeim öllum og móta sameiginlega stefnu gegn þursaríkjunum, sem virða engar lýðræðislegar leikreglur í samskiptum við eigin borgara?

 


Bloggfærslur 25. maí 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 34
  • Sl. sólarhring: 219
  • Sl. viku: 3200
  • Frá upphafi: 2561998

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 2970
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband