Leita í fréttum mbl.is

Hvað börnin mega vita

Væntanlegur forustumaður Kristilegra demókrata stærsta stjórnmálaflokks Þýskalands, Armin Lanchet, hefur verið beraður af því að gefa Íslömskum, tyrkneskum harðlínutrúarbragðasamtökum kost á því að ráða hvað fái að standa í skólabókum sem kenndar eru í Þýskalandi og hvað ekki. Allt er þetta gert hjá Lanchet til að fá stuðning tyrkneska minnihlutans við flokk sinn. 

Þetta er raunar það, sem svonefndir öfgahægri menn og þjóðernispópúlistar hafa bent á að mundi gerast í kjölfar innflytjendastefnu Angelu Merkel og félaga.

Það er dapurlegt til þess að vita, að ekki megi kenna þýskum skólabörnum annað en það sem fær náð hjá þröngsýnum íslömskum trúarsamtökum, sem byggja heimsýn sína á miðaldahugmyndafræði Íslam. 

Með sama áframhaldi mun þetta líka gerast hér þegar skammsýnir, hugsjónalausir, stjórnmálamenn reyna að vinna stuðning fyrir einmenningu og miðaldasýn Íslam, þegar atkvæðastyrkur þeirra gefur hugsjónalausu valdastreitufólki tilefni til. 

Það er e.t.v. ekki skrýtið að nú skuli AfD (Alternative für Deutschland) sem er talinn yst á hægri vængnum og mótmælir stefnu Merkel í innflytjendamálum mælast stærsti flokkurinn í komandi sveitarstjórnarkosningum þ. 3. júní n.k.

En er ekki ráð að við byrgjum brunninn áður en það verður of seint?

 

 


Bloggfærslur 28. maí 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 35
  • Sl. sólarhring: 216
  • Sl. viku: 3201
  • Frá upphafi: 2561999

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 2971
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband