Leita í fréttum mbl.is

Styðjum við hryðjuverkamenn?

Tyrkir undir stjórn Erdogan stuðluðu að borgarastyrjöldinni í Sýrlandi og hafa stutt mismunandi uppreisnarhópa í áranna rás m.a. Ísis þegar það hentaði. Þeir hafa vopnaðar sveitir sem eru á þeirra vegum í Sýrlandi og fá laun sín greidd af Tyrkjum.

Hugmyndafræði Erdogan er augljós. Breyta landamærunum og innlima hluta af Sýrlandi í Tyrkland.

Eftir því sem stjórnarher Sýrlands og bandamanna þeirra óx ásmeginn flúðu vígamenn Al Kaída, Ísis og fleiri samtaka Íslamskra hryðjuverkasveita til héraðsins Ídlip í Sýrlandi, sem Tyrkir hafa í raun yfirtekið komið í veg fyrir að Sýrlandsher kláraði borgarastyrjöldina. Tyrkir halda þar verndarhendi yfir meir en milljón vígamanna Íslamskra öfgamanna. Nú eins og í svo mörgu öðru sýna Tyrkir þá kænsku að láta aðra borga. 

Talið er að um 4 milljónir búi í Ídlib og um 3.5 milljónir lifa á matargjöfum frá Sameinuðu þjóðunum. Þær matargjafir fara í gegnum Tyrkland. Sameinuðu þjóðirnar með velþóknun Bandaríkjamanna og NATO ríkja styðja Tyrki til að viðhalda yfirráðum yfir héraði í Sýrlandi og styðja um leið fjölda hermanna vígasveita hryðjuverkahópa sem þar dveljast. 

Þegar hryðjuverkamenn Al Kaída flugu á tvíburaturnana í Bandaríkjunum þann 11. september fyrir 20 árum skar Bush jr. þáverandi Bandaríkjaforseti upp herör gegn Íslömskum öfgasveitum, en sló um leið á útrétta hönd Rússa, sem buðu fram alla aðstoð í þeirr baráttu. Nú 20 árum síðar senda Bandaríkjamenn hryðjuverkamönnunum í Ísis og Al Kaída matargjafir í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og styðja Tyrki til að viðhalda ófriði í þessum heimshluta og vernda vígamennina. 

Það er með ólíkindum að engin stjórnmálamaður eða stjórnmálaflokkur í Evrópu skuli hafa gert athugasemd við þetta og krafit þess, að hætt verði að styðja vígamennina og Tyrkir dregnir til ábyrgðar vegna stríðsglæpa í Sýrlandi. 


Bloggfærslur 18. júlí 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 319
  • Sl. viku: 3174
  • Frá upphafi: 2561972

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2944
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband