Leita í fréttum mbl.is

Hvað með Albaníu?

Stjórnvöld hafa kallað til eina af óteljandi nefndum ríkisins "Flóttamannanefnd" til að ráðslaga um hvernig má koma sem flestum Afgönum inn í landið, svo þau forsætisráðherra, velferðarráðherra og utanríkisráðherra geti öðlast innri frið og sálarró vegna mannúðarstarfa í Afganistan á umliðnum árum og axlað með því þá ábyrgð, sem þau telja að við berum á þessum mannúðarstörfum.

Flóttamannanefnd á að vera stjórnvöldum til ráðuneytis varðandi heildarstefnu og skipulag varðandi flóttamenn. Velferðarráðherra hefur þegar tjáð sig um að ausa sem mestum peningum um ríkissjóði til að axla þessa hræðilegu ábyrgð sem ofangreint þríeyki ríkisstjórnarinnar kveinkar sér undan. 

Fyrst Flóttamannanefndin er að störfum varðandi afganskt flóttafólk, þá væri e.t.v. ekki úr vegi að skoða, að múslimaríkið Albanía hefur sagst nú vilja taka við mörgum Afgönum. Væri þá ekki ráð, að ræða við ríkisstjórn Albaníu og bjóða þeim að taka við fyrirhuguðum flóttamönnum frá Afganistan, sem ríkisstjórnin ætlar sér að troða upp á þjóðina og greiða þeim fyrir þann greiða og koma þessari hræðilegu synd af öxlum forsætis,velferðar- og utanríkisráðherra, sem jafnast greinilega á við erfðasyndina í þeirra hugum. 

Ætla má að það væri farsælla fyrir afgönsku flóttamennina að vera í múslimsku landi, þar sem þeir geta hlýtt á ákall úr bænaturnum spámannsins með reglulegu millibili og mætt í moskurnar sínar til bæna í stað þess að senda þá hingað. 

Með því að semja við Albaníu um að taka við flóttamönnunum sem annars kæmu hingað mundum við þrátt fyrir að greiða Albaníu veglega fyrir greiðan, slá margar flugur í því eina höggi. 

Í fyrsta lagi mundum uppfylla skilyrði Katrínar Jakobsdóttur um að axla ábyrgð. Í öðru lagi mundum við stuðla að því að flóttafólkið væri í umhverfi sem er líkara því sem það þekkir og loftslagi sem hentar þeim betur. Í þriðja lagi yrði það þrátt fyrirað við greiddum Albaníu fyrir, mun ódýrara fyrir íslenska skattgreiðendur. Í fjórða lagi fengju forsætis-,velferðar-, og utanríkisráðherra friðþægingu synda sinn gagnvart Afganistan á umliðinum árum. 

 

 


Bloggfærslur 19. ágúst 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1092
  • Sl. sólarhring: 1153
  • Sl. viku: 8546
  • Frá upphafi: 2312807

Annað

  • Innlit í dag: 1019
  • Innlit sl. viku: 7909
  • Gestir í dag: 975
  • IP-tölur í dag: 937

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband