Leita í fréttum mbl.is

Hvenær ber ráðherra ábyrgð?

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir forsætisráðherra, að það hafi ekki verið hennar að meta hæfi Páls Hreinssonar forseta EFTA dómstólsins, heldur hans sjálfs þegar hún réði hann til að gera álitsgerð um aðgerðir í sóttvarnarmálum.

Þetta svar forsætisráðherra sýnir undarlegt viðhorf, sem því miður allt of margir stjórnmálamenn eru illa haldnir af. Að þeir beri almennt ekki ábyrgð.

Í þessu svari forsætisráðherra felst, að henni beri ekki að kynna sér hvaða reglur gilda um dómara við fjölþjóðlegan dómstól, en ekki þarf að kafa lengi í ákvæði um dómstólinn til að sjá, að ráðning dómarans til starfans var í besta falli vafasöm. 

Katrínu Jakobsdóttur veit hvað hlutverk EFTA dómstólsins er og viðfangsefni hans varða fyrst og fremst aðgerðir eða aðgerðarleysi stjórnvalda þ.á.m. ríkisstjórna viðkomandi aðildarríkja þ.á.m. Íslands. Út frá almennri skynsemi og siðrænum forsendum var eða átti Katrínu að vera ljóst, að það var fráleitt að ráða dómsforseta EFTA dómstólsins til að fjalla um íslensk löggjafarmálefni og gera tillögur um breytingar, sem hann kynni síðar að þurfa að fást við sem dómari. 

Það er hlutverk ráðherra líka forsætisráðherra að leggja heildstætt mat á þau viðfangsefni,sem þeir fjalla um. Þeir eiga ekki að geta vikið sér undan ábyrgð. 

Meginatriðinu er samt ósvarað hvað sem líður þessu viðhorfi forsætisráðherra. Spurningunni um hvort það hafi verið eðlilegt að ráða dómsforseta EFTA dómstólsins til þessara starfa fyrir ríkisstjórnina, en því kemur Katrín Jakobsdóttir sér hjá að svara og vísar eingöngu í formið en ekki efnisatriði. Síðast en ekki síst. Hvað segir dómarinn Páll Hreinsson um málið. Gagnrýninni er jú fyrst og fremst beint að honum, þó að forsætisráðherra þrátt fyrir góða tilraun geti ekki heldur frýjað sig ábyrgð.  


Bloggfærslur 4. ágúst 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1069
  • Sl. sólarhring: 1136
  • Sl. viku: 8523
  • Frá upphafi: 2312784

Annað

  • Innlit í dag: 1005
  • Innlit sl. viku: 7895
  • Gestir í dag: 962
  • IP-tölur í dag: 925

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband