Leita í fréttum mbl.is

Kvöldstemmning

Í blíđviđrinu í gćrkvöldi fannst mér og frú Margréti tilvaliđ ađ fá okkur göngu í Nauthólsvík. Gangan var hin skemmtilegasta í kvöldstemmningunni.

Öskjuhlíđin, sem mér skilst ađ sé jafn hátt og Himmelbjerget hćsta fjall Dana, hefur orđiđ til muna fallegri á síđustu áratugum og betri til útivistar. Sama má segja um nánast allt umhverfi Nauthólsvíkur. Ađ sjálfsögđu ber einnig ađ minnast orđa skáldanna um ađ ekkert sé fegurra en vörkvöld í Reykjavík og/eđa vorkvöld í vesturbćnum. En ţađ á líka viđ um kvöldstemmningu sumur, haust og vetur í höfuđborginni. 

Fyrst minnst er á Himmelbjerget, ţá komu dönsku stráin upp í hugann. Dönsk strá voru keypt til ađ prýđa umhverfi bragga sem borgarstjórinn í Reykjavík ákvađ ađ gera upp og prýđa ađ innan sem utan. Ekki var hjá ţví komist ađ berja augum braggann dýra og stráin dýru. Ţarna blasti dýrđin viđ. Dýrđin sem kostađi Reykvíkinga um einn milljarđ. 

"Hann Einbúi gnćfir svo langt yfir lágt ađ lyngtćtlur lýta á hann hissa" orti enn annađ skáld,en ţađ sama verđur ekki sagt um ţennan lágreista bragga og stráin dýru. Ţarna kúrđi bragginn lágreistur og hnípinn í rekstrarlegum vanda.

Skelfing merkilegt ađ einhverjum skyldi detta í hug ađ endurgera bragga fyrir á annađ hundrađ milljónir sem síđar urđu ađ um ţađ bil milljarđi. "Snillin" getur ekki leynst neinum sem berja ţetta afrek augum. 

Ţegar "snilli" borgarstjóra í braggamálinu var afhjúpuđ, ţá lagđist borgarstjóri í rúmiđ og fór í veikindaleyfi til ađ ţurfa ekki ađ svara fyrir ţetta frekar en annađ góđgćti,sem honum finnst erfitta ađ svara fyrir. Ţađ kom í hlut samstarfsfólks ađ verja vitleysuna og ţau gerđu ţađ. Líka Viđreisn sem kom ţó ekki ađ málinu fyrr en eftir á. Viđreisn greip til heiftarlegra varna enda dýrseldur flokkur. 

Í kvöldkyrrđinni velti ég ţví fyrir mér hvort reykvískir kjósendur mundu hugsa til ţessa máls viđ nćstu kosningar og veita ţeim sem ađ ţessu bulli standa og verja fá makleg málagjöld í nćstu kosningum. 

Hvađ sem öđru líđur og ţó ţetta sé allt dapurlegt og beri vott um óafsakanlegt stjórnleysi og spillingu, ţá er samt ekki annađ hćgt en ađ brosa út í annađ yfir ţví, ađ nokkrum skuli hafa dottiđ í hug ađ eyđa nokkur hundruđ milljónum sem urđu ađ milljarđi í vitleysu eins og ţessa. Ţađ fólk veit greinilega ekki hvađ ráđdeild og sparnađur ţýđir enda auđvelt ađ klúđra hlutum ţegar fólk telur sér heimilt ađ fara illa međ annarra fé.  

 

 


Bloggfćrslur 8. ágúst 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 529
  • Sl. sólarhring: 1092
  • Sl. viku: 7983
  • Frá upphafi: 2312244

Annađ

  • Innlit í dag: 503
  • Innlit sl. viku: 7393
  • Gestir í dag: 494
  • IP-tölur í dag: 480

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband