Leita í fréttum mbl.is

Leikhús fáránleikans

Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta lýsti stöðunni vegna kóvíd sem leikhúsi fáránleikans. Fjölmargir leikmenn eru í sóttkví en engin veikur. Þjálfarinn sagði þetta eins og kvef. 

Einn af hverjum 14 hér á landi eru í sóttkví og/eða einangrun vegna kvefpestarinnar. Hamast er við að framlengja leikhús fáránleikans hér og á landamærunum. Fyrst ríkisstjórnin var enn einu sinni að krukka í reglurnar af hverju voru þær þá ekki afnumdar. Eigum við að hafa sérreglur um kvefpest, sem nefnist kóvíd afbrigði?

Enn er talað um bólusetningarpassa o.fl. rugl. Dálkahöfundurinn Michael Deacon, sér hið spaugilega og veltir fyrir sér rauðvínsprófi í stað bólusetningarvottorðs. Komið hafi í ljós, að þeir sem drekki 5 glös af rauðvíni á viku eða meira, sé síður hætt við Kóvíd og fái vægari einkenni. Við inngang að viðburðum verði þess þá gætt, að fólk sé nægjanlega drukkið til að það fái aðgang og boðið að bæta úr ef svo sé ekki. 

Hugsanlega yrði minni ágreiningur um þessa leið sem Deacon bendir á enda á hún vel við í leikhúsi fáránleikans. 


Innrás í Úkraínu

Er líklegt að Rússar ráðist inn í Úkraínu? Af hverju ættu þeir að gera það? Efnahagslegir hagsmunir eru ekki fyrir hendi. Úkraína hefur ekki getað brauðfætt sig um árabil nema með mikilli aðstoð frá ES og USA.

Vakir e.t.v. eitthvað annað fyrir Pútín og þá hvað? Aðild Úkraínu að NATO? Rússar segja að það sé andstætt öryggi sínu að Úkraína gangi í NATO. Af hverju að taka Úkraínu í NATO og halda Rússum fyrir utan? Af hverju að útiloka Rússa frá ES samstarfi eitt landa í þessum heimshluta. Stuðlar það að friði og framförum? 

Hvaða rugl er það að manga endalaust til við Tyrki, hafa þá í NATO og gæla við að þeir gangi í ES á sama tíma og Rússum er haldið utan við.

Svo er mál til komið að okkar ágæti utanríkisráðherra afnemi allar refsiaðgerðir gegn Rússum og sjái til þess að Ísland taki upp eðlileg og vinsamleg samskipti við þá.

Vestræna stjórnmálaelítan er því miður afar illa skipuð. Pútín getur því leikið á þá mun betur en Neró á hörpuna sína forðum og sýnt umheiminum úr hvaða efni þeir eru gerðir. 


Bloggfærslur 25. janúar 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 931
  • Sl. sólarhring: 940
  • Sl. viku: 2618
  • Frá upphafi: 2297178

Annað

  • Innlit í dag: 885
  • Innlit sl. viku: 2445
  • Gestir í dag: 862
  • IP-tölur í dag: 828

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband