Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálastéttin bregst öldrðum og öryrkjum

Verkefnastjóri hjá umboðsmanni skuldara segir þurfa að bregðast við stöðu öryrkja sem hefur farið versnandi á árinu. Öryrkjar sem leitað hafa til umboðsmanns skuldara í ár eru að meðaltali 3500 krónur í mínus eftir að hafa greitt öll föst útgjöld. Það þýðir, að öryrkjarnir geta ekki keypt föt, læknisþjónustu eða farið í leikhús eða á tónleika svo fátt eitt sé nefnt. 

Sama á við um marga aldraða, sem búa við bág kjör og það er ömurlegt að horfa upp á aldrað fólk, sem hefur ekki efni á því að veita sér neitt, jafnvel ekki nauðsynlega læknisþjónustu. Það er dapurlegt að horfa á aldrað fólk vera í öngum sínum vegna þess að það getur ekki gefið börnum og/eða barnabörnum jóla- eða afmælisgjafir. 

Á aðalfundi eldri Sjálfstæðismanna fyrir viku var borin upp viðamikil ályktun um velferðarmál aldraðra, sem var allra góðra gjalda verð og mundi hafa í för með sér bættan hag aldraðra. 

Ég benti á, að ekki þyrfti svo viðamikla tillögu,en að gera einungis þá kröfu að aldraðir og öryrkjar nytu sömu fyrirgreiðslu og hælisleitendur,sbr. 33.gr. útlendingalaga.

Upphaf hennar hljóðar svo: 

Umsækjanda um alþjóðlega vernd skal standa til boða: a. húsnæði, b. framfærsla, c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, þar á meðal vegna geðraskana og geðfötlunar. Sérstakt tillit skal tekið til þeirra sem hafa sérþarfir eða þurfa sérstaka aðstoð.

Svona er nú komið í lýðveldinu Íslandi, að á sama tíma og margir öryrkjar og aldraðir geta ekki lifað mannsæmandi lífi eða notið læknisþjónustu og margs annars, þá hafa þingmenn þjóðarinnar búið svo um hnútana vegna "mannúðarsjónarmiða" að þeirra sögn, að fólk sem að meginhluta kemur hingað ólöglega og þarf að vísa brott þrátt fyrir hávær mótmæli fréttastofu Ríkisútvarpsins skuli njóta mannsæmandi lífskjara,en öryrkjum og öldruðum skuli hinsvegar ekki standa til boða slíkur lúxus. 

Þarf ekki að staldra við og gaumgæfa í hverju eðlileg "mannúð" á að vera fólgin í þessu landi. Er hún bara fyrir erlenda hlaupastráka en ekki okkar minnstu bræður í okkar íslenska samfélagi.

 

 


Bloggfærslur 3. nóvember 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 2416
  • Frá upphafi: 2298389

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 2250
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband