Leita í fréttum mbl.is

The real thing

 Fjölmennasta og íburðarmesta veisla ársins, er og verður lúxus loftslagsráðstefnan í Egyptalandi Cop27. Þangað komu um 40 þúsund manns nánast allir kostaðir af skattgreiðendum og neytendum. Meir en 400 einkaþotur lentu með þáttakendur á ráðstefnunni og ótölulegur fjöldi risaþotna sá um að flytja restina. 

Þáttakendurnir eiga það sameiginlegt,að hafa stórkostlegar áhyggjur af kolefnissporinu þínu en engar af sínu.

Hin nýja stétt, nomen klatura, nýaldarinnar þarf ekkert að spara enda borgaði Kóka Kóla fyrir herlegheitin.

Auglýsingaskilti Kóka Kóla eru iðulega reisulegustu mannvirkinn í fátækustu hlutum heimsins. "The real thing" gnæfir yfir opnum klóökum í borgum og bæjum þriðja heimsins. Hjálpin mikla. Þá skiptir heldur máli að geta gripið í flösku sem hefur að geyma "the real thing".

Þáttakendum á Cop27 fannst ekkert að því að Kóka Kóla borgaði undir rassinn á þeim, þó það hafi lengi verið talið einkennismerki hins óhefta kapítalisma. Ekki þarf lengur að vandræðast yfir því þegar þeir ofurríku eru gengnir í lið með bullinu, sem þeir hafa að sjálfsögðu fundið leið til að græða á.

Svandís Svavarsdóttir og trúarsystkini hennar í loftslagskirkjunni brostu breitt og slógu taktfast, að heimurinn væri að farast ef ekki yrði gripið til þess að rýra lífskjör fólks í Evrópu og N-Ameríku.

Hin nýja stétt umhverfisverndarsinna gerði engar athugasemdir við það,að árlega framleiðir Kóka Kóla 120 milljarða einnota plastik flaskna. Þesar einnota plastik flöskur 120.000.000.000 valda mikilli eyðileggingu, mengun og  eyðileggingu á lífríkinu, ekki síst þar sem auglýsingaskiltin um "the real thing" gnæfa yfir mannlífinu.

Fyrirheitið á auglýsingaskiltinu um hinn sanna unað og velferð, sem falin er í einnota plastflösku er álíka vitlaust og annað sem gerðist á þessari ráðstefnu hinnar sjálfhverfu nýju stéttar loftslagskirkjunnar. 

Síðustu línurnar í kvæði Steins Steinars um Kommúnistaflokk Íslands, in memoriam með lítilli breytingu eiga jafnvel við  um gildi tildurráðstefnunnar Cop27

Á gröf hins látna blikar drykkjartunna frá Kóka Kóla Company.

 

 


Bloggfærslur 30. nóvember 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 2414
  • Frá upphafi: 2298387

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2248
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband