Leita í fréttum mbl.is

Það á ekki að skattleggja almennar launatekjur

Ríkisstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem tók við völdum árið 1959, Viðreisnarstjórnin, setti sér það markmið, að afnema skatta á almennar launatekjur. Það markmið ættu allar frjálslyndar ríkisstjórnir að setja sér.

Væri svo, mundu öryrkjar og eftirlaunaþegar ekki greiða skatta af örorkubótum og ellilífeyri, sem algjör hneisa. Ekki væri heldur verið að íþyngja frjálu atvinnulífi með greiðslu tryggingargjalds.

 Einn helsti fjármálasérfræðingur síðustu ára Peter F. Drucker segir í grein sem hann nefnir “Þjóðfélög að markaðshyggjunni liðinni 

” Fjárlagavinna hefur í raun farið í að segja já við öllu og í þessu efnahagslega umhverfi sem gerir ráð fyrir að það séu engin efnahagsleg takmörk hvað varðar verðmæti sem ríkið geti náð í, verður ríkisstjórnin drottnari þjóðfélagsins og getur mótað það að sinni vild. Gegn um vald fjármagnsins getur ríkið mótað þjóðfélagið að ímynd stjórnmálamannsins. Svona ríki grefur undan grundvelli frjáls þjóðfélags. Kjörnir fulltrúar flá kjósendur sína til hagsbóta fyrir sérstaka hagsmunhópa til að kaupa atkvæði hagsmunahópanna.“

Árið 1989 féll kommúnisminn í Evrópu, sú stefna var gjaldþrota Ok kommúnismans fólst í ofurríkisafskiptum og víðtæku eftirlitskerfi hins opinbera með borgurunum. Sú stefna beið skipbrot,en frjálst markaðshagkerfi þar sem einstaklings- og athafnafrelsið fékk að blómstra sigraði.

Sigurinn var skammvinnur. Í sigurvímunni gættu frjálslynd stjórnmálaöfl í Evrópu og víðar ekki að sér og fetuðu mismunandi hratt inn í  aukin ríkisafskipti og valdhyggju sósíalistanna. 

Hér á landi hafa þau umskipti orðið á vakt þess stjórnmálaflokks sem hefur í orði kveðnu þá stefnu að draga úr ríkisafskiptum, að ríkið leiðir launahækkanir,opinberu starfsfólki fjölgar og það er nú fleira en starfsfólk á almennum launamarkaði. Á sama tíma eykst skattbyrðin á almennar launatekjur launþega.

Í núverandi ríkisstjórn hefur Sjálfstæðisflokkurinn illu heilli gengið í björg með sósíalistunum í átt til síaukinna ríkisafskipta og velgjörða fyrir suma hagsmunahópa.

Brýn nauðsyn er að Sjálfstæðisflokkurinn móti á nýjan leik þá stefnu og framfylgi henni,að skattar á almennar launatekjur verði afnumdir og hætt verði að skattleggja framtíðina með innistæðulausum yfirdrætti á ríkisreikningnum. 

Það er ekki til betri kjarabót fyrir launþega.

 


Bloggfærslur 28. desember 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 107
  • Sl. sólarhring: 534
  • Sl. viku: 7060
  • Frá upphafi: 2313789

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 6527
  • Gestir í dag: 94
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband