Leita í fréttum mbl.is

Klerkarnir hvika

Brottflćmdir Íranar hafa mótmćlt harđýđgi og mannréttindabrot klerkastjórnarinnar víđa um Evrópu undanfariđ.

Ég gekk inn í einn slíkan mótmćlafund í London fyrir nokkru. Ţađ sem vakti helst athygli mína var aragrúi mynda af ungu fólki allt niđur í 11 ára, sem öryggissveitir klerkastjórnarinnar höfđu myrt frá ţví ađ friđsöm mótmćli hófust í landinu. 

Fréttir meginstraumsmiđla eru svo lélegar og nánast allsstađar ţćr sömu. Mikilvćgar fréttir fara iđulega framhjá fólki vegna ţess ađ ekki er fjallađ um málin. Ţegar landsliđiđ í knattspyrnu neitar ađ syngja ţjóđsönginn á HM í Katar sér fólk hvađ undiraldan er gríđarleg.

Nú lofar stjórn Íran ađ leggja niđur siđgćđislögregluna og hćtta ađ  skylda konur til ađ hylja hár sitt og andlit međ tilheyrandi höfuđbúnađi. Eftir er ađ sjá hvort ţetta gengur eftir og hvort ađ fólk sé ekki orđiđ svo langţreytt á ţursaveldinu, ađ ţađ hćtti ekki fyrr en almennum lýđréttindum hefur veriđ komiđ á og klerkastjórninni ýtt til hliđar. 

Ríkisstjórn sem myrđir eigin borgara breytist ţá í hryđjuverkasamtök. Í Hyde Park í London varđ ég ţess var ađ ríkisstjórn Íran er ein slík. Ţeirri ríkisstjórn miđaldahugmyndafrćđi og ógnarstjórnar verđur ađ koma frá völdum.

Ekki virđist vefjast fyrir írönskum konum, ađ telja höfuđblćjur og handklćđi um  höfuđ vera tákn ófrelsis kvenna. Á sama tíma fjölgar slćđukonum á götum Reykjavíkur og sértrúarhópurinn á RÚV fagnar og telur ţann búnađ hinn ákjósanlegasta fyrir konur og fjarri ţví ađ hafa nokkuđ međ áţján karlaveldisins ađ gera.

Á sama tíma heyja konur og frelsissinnar í Íran hatramma baráttu gegn ţessu tákni ófrelsisins. 

 


Bloggfćrslur 5. desember 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 99
  • Sl. sólarhring: 554
  • Sl. viku: 7052
  • Frá upphafi: 2313781

Annađ

  • Innlit í dag: 89
  • Innlit sl. viku: 6519
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband