Leita í fréttum mbl.is

Ofurlaunin

Í gærkvöldi var frásögn af ofurlaunum nokkurra forstjóra ríkisfyrirtækja, fyrirtækja sem tengjast hinu opinbera með einum og öðrum hætti og örfárra annara. Það er ljóst að ríkið leiðir ofurlaunaþróun í landinu. Svo hefur verið frá síðasta úrskurði Kjararáðs, en þar var ákveðið að embættismannaaðallinn skyldi fá ofurlaun miðað við aðra landsmenn. 

Finnst einhverjum skrýtið að lægra settir opinberir starfsmenn eða almennir launþegar á hinum frjálsa markaði reki í rogastans þegar þeim er sagt að hækki 700 þúsund króna mánaðarlaunin þeirra, þá setji það hagkerfið á hliðina, en 6 milljón króna laun ríkisforstjórans og hækkun þeirra um eina milljón skipti engu máli. 

Á sama tíma segist fjármálaráðherra í viðtali við Viðskiptablaðið að hann þurfi að fá lán til að borga launin þar sem ríkissjóður hefur ekki verið sjálfbær frá árinu 2018. 

Sérkennileg vegferð í þjóðfélagi.

Þeim þjóðfélögum vegnar best, þar sem launamunur er lítill. Það eru gömul sannindi og ný.


Bloggfærslur 16. mars 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 1689
  • Frá upphafi: 2296249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1562
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband