Leita í fréttum mbl.is

Kuwait og Úkraína

Í ágúst 1990 réðist Írak á furstadæmið Kuwait frjálst og fullvalda ríki og innlimaði það í Írak. Kuwait var og er Íslamskt afturhalds- og einræðisríki, sem lét sig mannréttindi borgaranna hvað þá aðkomuverkafólks engu skipta. Kuwait er ekki í NATO eða öðru hernaðar- eða varnarbandalagi. Samt töldu Bandaríkin nauðsynlegt að koma á laggirnar fjölþjóðaherliði til að ráðast á Írak og "frelsa" furstadæmið. 

Nú hafa Rússar ráðist inn í Úkraínu og mikill samkvæmisleikur hefur verið í gangi frá því að það gerðist hjá stjórnmálamönnum Vesturlanda. Þeir eru sammála um að fordæma innrásina, draga úr viðskiptum við Rússa og beita þá efnahagsþvingunum, sem allir vita að skipta litlu máli, en að öðru leyti að gera ekki neitt.

Það er engin furða að Úkraínuforseti sé vonsvikin yfir því, að Kuwait skuli vera í svona miklum metum hjá NATO ríkjum en Úkraína er ekki einu sinni eins flugbanns virði. 

Á sama tíma hvetja NATO ríkin Úkraínu áfram til að stríða við Rússa og senda þeim vopn. Þar af hefur Þýskaland sent vopn, sem eru bæði úrelt og hættuleg.

En til hvers eru Vesturlönd að hvetja Úkraínumenn til að berjast fyrst þau ætla ekki að gera neitt annað en að horfa á? Eru einhverjar líkur á að Úkraína geti unnið stríðið? Eru einhverjar líkur á að þetta leiði til annars en enn meiri hörmunga í þessum heimshluta. Hvaða úrslit sjá NATO ríkin fyrir sér í þessum hildarleik?

Ömurleiki NATO ríkjanna nú undir forustu Bandaríkjanna enn sem fyrr er samstaðan um að gera ekki neitt og hvetja til þess að Úkraínumenn láti sér blæða út. Það er ekki stórmannleg afstaða heldur skammarleg. Þeim hinum fræga Neville Chamberlain, sem legið er á hálsi í sögunni fyrir að bregðast ekki við ógn nasismans, datt svona aumingjaskapur aldrei í hug. 


Bloggfærslur 5. mars 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 107
  • Sl. sólarhring: 177
  • Sl. viku: 1794
  • Frá upphafi: 2296354

Annað

  • Innlit í dag: 103
  • Innlit sl. viku: 1663
  • Gestir í dag: 103
  • IP-tölur í dag: 97

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband